Etta og Otto og Russel og James
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 303 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 303 | 3.390 kr. |
Um bókina
Etta ætlar að ganga 3200 kílómetra til að sjá hafið. Hún er áttatíu og þriggja ára og hefur aldrei séð það fyrr. Hún skilur eftir miða í eldhúsinu með kveðju til Ottos – og á einhvern hátt skilur hann hvers vegna. Hann fór sjálfur í sína langferð til að berjast í fjarlægu landi. Eftir brottför Ettu tekst Otto á við djöfla seinni heimsstyrjaldarinnar en Russel vinur þeirra leggur af stað til að leita uppi konuna sem hann hefur ætíð elskað úr fjarlægð. Og James, honum þarftu að kynnast af eigin raun.
Þessi töfrandi saga af vináttu og ást fjallar um hvunndagshetjur í óvenjulegum aðstæðum, fólk sem lætur drauma sína rætast – hvert á sinn hátt.
Sum loforð endast ævilangt.
Emma Hooper er kanadískur tónlistarmaður og rithöfundur.
Nanna B. Þórsdóttir þýddi.
„… draumkennd en kraftmikil saga sem fylgir lesandanum.“
Library Journal
„Ótrúleg frumraun … saga sem sýnir hversu langt fólk er reiðubúið að ganga í nafni ástarinnar.“
Publishers Weekly