Áskriftarleiðir
Ugluklúbburinn er einn elsti og ástsælasti bókaklúbbur landsins.
Klúbbfélagar fá sendar sex vandaðar skáldsögur á ári, ýmist íslenskar eða þýddar.
Bækurnar berast áskrifendum áður en þær fara í almenna sölu og kostar hver sending aðeins 2.990 kr. með sendingargjaldi.
Næsta sending: Ferðabíó herra Saitos eftir Annette Bjergfeldt.
Hrafninn er bókaklúbbur fyrir aðdáendur spennu- og glæpasagna.
Klúbbfélagar fá sendar sex hörkuspennandi kiljur á ári, ýmist íslenskar eða þýddar.
Bækurnar berast áskrifendum áður en þær fara í almenna sölu og kostar hver sending aðeins 2.990 kr. með sendingargjaldi.
Næsta sending: Janusarsteinninn eftir Elly Griffiths.
Tímarit Máls og menningar er eitt elsta og víðlesnasta menningartímarit landsins.
Ritið kemur út fjórum sinnum á ári og er hvert hefti stútfullt af skáldskap, greinum og bókarýni.
Ársáskrift að ritinu kostar 8.750 kr. (10.000 kr. ef sent erlendis). Árgjald er innheimt í byrjun árs.
Bókaklúbbar:
Við fögnum nýjum klúbbfélögum! Við nýskráningu í Ugluna veitum við 50% afslátt af fyrstu sendingu.
Nýir klúbbfélagar skuldbinda sig í þrjár sendingar.
Hver sending kostar aðeins 2.990 kr. með sendingargjaldi. Gjaldfært er fyrir sendar bækur þegar þær fara í póst.
Klúbbfélagar geta skipt klúbbakilju og nýtt klúbbaverðið upp í aðrar bækur frá Forlaginu. Slíkt þarf þó að gerast innan sex mánaða frá útsendingu og þurfa bækurnar að vera í söluhæfu ástandi.