Spurt og svarað um rafbækur
Skráin sem þú færð senda er þín eign. Það eintak bókarinnar er merkt þér með starfrænni vatnsmerkingu og því rekjanlegt til þín. Dreifing á skránni og/eða efni hennar er með öllu óheimil.
Stafræn vatnsmerking er leið til þess að vernda höfundaréttavarið efni. Þegar þú kaupir og sækir rafbók af þessari síðu er eintakið af bókinni merkt þér í kóða skrárinnar. Vatnsmerkingin hefur ekki áhrif á skrána, notkun hennar né útlit bókarinnar. Öll afritun bókarinnar er bönnuð og þú sem eigandi skrárinnar ert ábyrg/ur fyrir því að hún dreifist ekki til annarra. Rafbókin sem þú festir kaup á er aðeins til einkanota.
Með því að samþykkja skilmála þessarar vefverslunar staðfestir þú að stafræna varan (rafbókin) sem þú kaupir verði aðeins notuð til einkanota – hún er til að mynda ekki ætluð til dreifingar, láns, deilingar eða sölu. Þú undirgengst jafnframt að reyna ekki, eða hvetja aðra til, að sniðganga eða breyta þeim öryggisráðstöfunum er henni fylgja. Brjótir þú gegn þessum skilmálum getur það leitt til kæru.
Þegar kaupir rafbók á vef Forlagsins færðu sendan staðfestingarpóst sem inniheldur niðurhalshlekk. Þegar þú smellir á hlekkinn hleðurðu bókinni niður í tækið þitt, þá geturðu opnað rafbókina í því rafbókaforriti sem þú ert með.
- Það er hægt að lesa rafbækur í borð- og fartölvum með því að nota forritið Adobe Digital Editions, sem nálgast má frítt hér: https://www.adobe.com/solutions/ebook/digital-editions.html
- Í Android símum og spjaldtölvum er hægt að fá rafbókarlestrarapp með því að leita að „e-book reading app“ eða þess háttar í Play Store.
- Í iPhone símum og iPad þarf að sækja bókina í niðurhalsmöppu. Það er gert svona: Í vafranum í tækinu (líklega Safari) á að vera lítil ör efst sem vísar niður í hægra horninu. Ef þú smellir á þá ör þá á að birtast listi yfir niðurhöl og þar þarftu að smella á bókina. Þá ættirðu að geta opnað bókina í Books-forritinu.
Niðurhalshlekkurinn er virkur í 7 daga. Þú getur sótt bókina aftur og hlaðið henni niður í annað tæki í þinni eigu innan þess tíma.
ATH. Að að þeim tíma liðnum er viðskiptunum lokið og þú getur ekki notað hlekkinn framar.
Ekki er hægt að skila rafbók ef búið er að smella á niðurhalshlekkinn og sækja rafrænt eintak hennar.
Rafbók er rafræn bók ætluð til lesturs á skjá í þar tilgerðu appi eða lesbretti.
Hljóðbók er upptaka af upplestri bókar. Sumar hljóðbækur eru fáanlegar á geisladiski á CD- eða MP3-formi en nýrri hljóðbækur koma aðeins út rafrænt. Þá er hægt að hlusta á þær beint í gegnum hljóðbóka-app Forlagsins eða vafra í tölvu, spjaldtölvu eða síma.
Rafbækur af heimasíðu Forlagins eru á ePUB formi. Hægt er að opna ePUB skjöl í Kindle-lestölvum með því að skrá sig inn á amazon.com og hlaða svo upp ePUB skrá á þessari slóð: https://www.amazon.com/
Hafðu samband við okkur gegnum netfangið forlagid@forlagid.is ef eitthvað amar að og við reynum að leysa úr því eins og fljótt sem verða má.