Skilmálar
Forlagið ehf.
Kt. 600201-2390
VSK nr. 70372
Afgreiðsla og afhending pantana
Pantanir úr vefverslun eru alla jafna teknar til næsta virka dag eftir að pöntun berst.
Í kaupferli velur viðskiptavinur á milli þess að fá pöntun senda með
Íslandspósti eða
Dropp. Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram og er sendingarkostnaður skv. gjaldskrá viðeigandi flutningsaðila. Einnig býðst viðskiptavinum að sækja pantanir í verslun okkar að Fiskislóð 39, sér að kostnaðarlausu.
Forlagið ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send úr vöruhúsi Forlagsins og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Pantanir erlendis eru sendar með
DHL. Forlagið tekur ekki ábyrgð á tollum og gjöldum sem leggjast á sendingar í viðtökulandinu. Öll aukaleg tolla-, skatta-, og innflutningsgjöld eða aðrar hugsanlegar aukagreiðslur eru alfarið á ábyrgð kaupanda. Fyrir nánari upplýsingar varðandi innflutningsgjöld hvetjum við þig til þess að leita upplýsinga hjá tollyfirvöldum í viðkomandi landi.
Verð
Verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Verð geta breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar. Ef mistök verða við verðskráningar á vörum í vefverslun, sem eru þess eðlis að kaupanda má vera ljóst að um augljós mistök sé að ræða, áskilur Forlagið sér rétt til að falla frá afgreiðslu á pöntun og endurgreiða viðskiptavin án tafar.
Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu þar. Með sama hætti gilda tilboð í verslun ekki alltaf í vefverslun.
Skattar og gjöld
Öll verð í vefverslun eru í íslenskum krónum með virðisaukaskatti (VSK). Reikningar eru gefnir út með VSK.
Bækur, hljóðbækur (CD og streymi), rafbækur, tímarit og blöð bera 11% VSK. Aðrar vörur bera 24% VSK.
Greiðslumáti
Í vefverslun Forlagsins er boðið upp á greiðslu með debet- og kreditkortum. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu
Borgunar. Einnig er í boði að nýta
greiðslulausn Netgíró eða greiða með millifærslu.
Ef greitt er með millifærslu fær viðskiptavinur greiðsluupplýsingar sendar í tölvupósti. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur farið gengið í gegn og staðfesting borist frá kaupanda á tölvupóstfangið
forlagid@forlagid.is.
Vinsamlegast athugið að millifærslur eru ekki samþykktur greiðslumáti fyrir rafbækur og hljóðbækur fyrir appið.
Skilað og skipt
Skilyrði fyrir vöruskilum eru að varan sé ónotuð og í upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Forlagið áskilur sér rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig.
Kaup á vörum sem eru afhentar rafrænt, með hlekk eða sem streymi eru endanleg um leið og greitt hefur verið fyrir vöruna. Slíkar vörur fást ekki endurgreiddar.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Persónuverndarstefnu Forlagsins má finna hér.
Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskipta eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.
Rafbækur
Rafbækur sem seldar eru á Forlagsvefnum eru aðeins ætlaðar til einkanota. Skráin sem kaupandi fær er merkt viðkomandi með stafrænni vatnsmerkingu og þar með rekjanleg til kaupanda.
Dreifing á efni hennar er með öllu óheimil. Vatnsmerkingin hefur ekki áhrif á skrána, notkun hennar né útlit bókarinnar. Öll afritun bókarinnar er bönnuð og er eigandi skrárinnar ábyrg/ur fyrir því að hún dreifist ekki til annarra. Skráin er ekki ætluð til dreifingar, láns eða endursölu. Kaupandi samþykkir að reyna ekki, eða hvetja aðra til, að sniðganga eða breyta þeim öryggisráðstöfunum er skránni fylgja. Brjóti kaupandi gegn þessum skilmálum getur það leitt til ákæru vegna brota á höfundalögum nr. 73/1972.
Rafbækur eru afgreiddar strax að lokinni pöntun og greiðslu. Kaupandinn fær sendan tölvupóst með hlekk sem vísar á vöruna. Ef hlekkurinn berst ekki strax gæti hann hafa lent í ruslhólfinu (junkmail/spam) í póstforritinu.
Ekki er hægt að skila rafbók ef búið er að smella á hlekkinn og þar með hlaða niður rafrænu eintaki hennar. Ef einhver galli kemur upp í rafbókarhlekknum, ef hann virkar ekki eða ef viðskiptavini tekst ekki að virkja hann innan viku, þarf að láta skrifstofu Forlagsins vita innan þriggja mánaða frá kaupum. Ef tilkynning berst síðar er ekki hægt að senda nýjan hlekk á viðskiptavin.
Hljóðbækur í appi
Hljóðbækur sem hægt er að hlusta á í appi eða vafra eru seldar á vef Forlagsins.
Í appinu er bæði hægt að hlusta á bækurnar í streymi og hlaða þeim niður svo hægt sé að hlusta á þær þegar nettenging er ekki til staðar. Á meðan þú hlustar í streymi er nauðsynlegt að vera tengd/ur netinu en ef hljóðbók er hlaðið niður má hlusta á hana hvar sem er, óháð nettengingu.
Hljóðbækur fyrir appið eru afhentar rafrænt og fær kaupandi aðgang að vörunni strax á sínu notendasvæði á vefnum eða í smáforritinu Forlagið – hljóðbók. Ekki er hægt að skila eða skipta hljóðbók fyrir appið eftir að hún hefur verið keypt. Hljóðbækurnar eru virkar í 5 ár frá kaupum.
Sjá nánar um
hljóðbækur fyrir appið hér.
Áskriftarleiðir
Forlagið heldur úti tveimur
bókaklúbbum, Ugluklúbbnum og Hrafninum. Klúbbfélagar fá sendar sex vandaðar bækur á ári, ýmist íslenskar eða þýddar.
Forlagið fagnar nýjum áskrifendum og veitir 50% afslátt af fyrstu bókasendingu Uglunnar. Klúbbfélagar geta skipt klúbbakilju og nýtt klúbbaverðið upp í aðrar bækur fá Forlaginu. Slíkt þarf að gerast innan sex mánaða frá útsendingu og þurfa bækurnar að vera í söluhæfu ástandi.
Our terms of use
This website is operated by Forlagið. Throughout the site, the terms “we”, “us” and “our” refer to Forlagið. Forlagið offers this website, including all information, tools and services available from this site to you, the user, conditioned upon your acceptance of all terms, conditions, policies and notices stated here.
Forlagið reserves the right to cancel orders (due to wrong information i.e. regarding prices), change prices and/or change product types being sold, without notice. We are not responsible if information made available on this site is not accurate, complete or current.
Offers in our online store are sometimes only valid there. Some offers in our bookstore at Fiskislóð 39 may in turn not be valid in the online store.
In our online store international customers can only pay by credit- or debit card. The billing address and delivery address need not be the same. Local customers can pay by credit- or debit card, bank transfer or cash on delivery.
Credit cards and security
We accept VISA, VISA ELECTRON, MASTER CARD and MAESTRO credit and debit cards. All card transactions go through secure pages and servers from Borgun (borgun.is). This is an official credit card service provider that uses PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard). To protect credit- and debit card information Forlagið does not store credit-or debit card information at any time.
Taxes and fees
All prices on the website are in Icelandic kronur, including VAT and invoices issued with VAT. Forlagið cannot anticipate taxes applied by overseas Custom houses. Any additional taxes, fees, tariffs, import fees and surcharges levied by destination countries are the responsibility of the customer.
Confidentiality
Forlagið holds all information from the buyer in relation to the purchase as confidential. Under no circumstances will information be handed to a third party.
Product delivery
Domestic deliveries will be sent to you by mail within three workdays and will be delivered with Íslandspóstur.
International deliveries will be sent by air mail, via DHL, with the exception of deliveries to Russia.
More information about the services of DHL are available here.
Delivery, transportation and insurance terms of each parcel service apply to the delivery. Forlagið is thereby not responsible for damage caused during delivery.
Cancellation / right to return
You can exchange books in our store at Fiskislóð 39 if the title is for sale at the store, and the book is in good condition. If the product was bought in sealed packaging, the seal must not be broken. Delivery charges are non-refundable.
Electronic products: e-books and audiobooks
Electronic products, such as e-books and audiobooks for the app, are delivered electronically once payment is processed. Such products are non-refundable and cannot be exchanged.
E-books are delivered to you by email as soon as payment is made. You will receive a link via email that guides you to your content. If the link does not arrive right away it might have been placed in your junk mail, kindly check all your email folders before contacting us.
The e-books sold on this site are for personal use only. The file you will receive is personalized for you, with your information included as a digital watermark and is therefore traceable. The watermark will not affect the file, its function or look. Further distribution of the product is illegal. All duplication of the file is prohibited, and the owner of the file is responsible for it not being distributed further. The file is not intended for sharing, borrowing, or resale. The buyer agrees not to attempt to circumvent or manipulate the safety measures that come with the file, nor to encourage others to do so. If the buyer breaks these terms it can lead to criminal charges based on the Icelandic Copyright Act No. 73/1972.
Once the link has been clicked the e-book is considered downloaded and cannot be returned or refunded. If the e-book link should be faulty, it is necessary to contact the Forlagið sales office at
forlagid@forlagid.is within three months of the transaction for a new link to be sent.
Audiobooks for the app are marked as "Hljóðbók - App" in our online store and can be accessed through our app (Forlagið – hljóðbók) in smart devices or through a browser. You can listen to the audiobooks in the app either through streaming, in which case you need to be connected to the internet, or by downloading them so you can listen to them later off-line. To buy and access audiobooks for the app, it is necessary to be registered as a user on our website, www.forlagid.is. The username and password for the website is also used to access the app for listening. Audiobooks for the app are accessible on these platforms for five years from the time of purchase. Audiobooks for the app cannot be returned after the transaction has been completed.
Audiobooks that are marked as "CD" or "Mp3" are in physical form and are delivered by post and not electronically.
Bookclubs
Forlagið operates two subscription bookclubs and also publish the quartery literary magazine
Tímarit Máls og menningar. Members of the bookclubs get books sent home six times a year. New subscribers are welcomed with a 50% discount of their first package (only applies to the bookclub Uglan). Members of the clubs can bring the books to our Bookstore in Fiskislóð and exchange the titles for other books that Forlagið publishes within six months from receiving the books. The books need to be in good condition for the exchange to be allowed.