Vistarverur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 85 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 85 | 3.390 kr. |
Um bókina
alltaf eru þau á sveimi
í höfðinu á mérhreindýrin
í þokunniþefvís en blind
í þöglum söfnuðihvað ætli horn þeirra nemi
þessi gríðarstóru loftnet
sem tróna yfir lággróðrinumilmandi lyngi
stingandi strái
kitlandi puntiþetta sokkna land
á samastað
djúpt
djúpt
í hugarfylgsnum mínum
Með þessari bók kemur skáldið með ferskan og frjóan andblæ inn á ljóðasviðið. Ort er um hinar ýmsu vistarverur innra með manneskjunni sem og úti í hinum stóra heimi og dregnar eru upp myndir sem eru í senn margræðar og skemmtilega óvæntar. Höfundur hefur áður sent frá sér skáldsögu og fræðirit en hér er á ferð önnur ljóðabók hans og fyrir hana hlaut hann Ljóðaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018.
Haukur Ingvarsson (f. 1979) er að jöfnum hlutum íkonaklast og hefðarsinni, náttúruskáld og borgar-, alvöruþrunginn menntamaður og glottandi hirðfífl. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum bókmenntum árið 2005 og hefur síðan fengist við ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi. Fyrsta ljóðabók Hauks, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, kom út 2005 og í kjölfarið komu fræðibókin Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness (2009) og skáldsagan Nóvember 1976 (2011). Hann leggur stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum og skrifar um viðtökur Williams Faulkner á Íslandi. Haukur er ekki bara einstakt skáld í sinni eigin kynslóð og meðal þeirra sem liðnar eru undir lok, heldur ekki síður þeirra sem enn eru að hleypa heimdraganum, ófæddra og ófyrirséðra.
8 umsagnir um Vistarverur
gudnord –
„Vistarverur er sérlega vel hugsað og útfært verk, og ljóðin og hönnun bókarinar vinna afar vel saman.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
gudnord –
„… er þessi bóks Hauks rammgöldrótt – og fyrsta galdurinn má finna strax framan á kápunni.“
Ásgeir H. Ingólfsson / Reykjavíkurblaðið
gudnord –
„Þetta er svona gæsahúðarbók á köflum … ofsalega flott bók.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
gudnord –
„Mér finnst þetta ofboðslega fallegt … Ég er mjög hrifin af þessari bók.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan
Arnar Tómas –
„Bókin er einstaklega falleg bæði í útliti og efnistökum.“
Linda Vilhjálmsdóttir
Arnar Tómas –
„…ljóðmælandinn er heiðarlegur, heiðarlegur gagnvart sinni mannlegu eigingirni, og gerir enga tilraun til að skamma lesandann eða setja sig í dómarasæti. Sem er líklega skilvirkasta leiðin til að sannfæra.“
Fríða Ísberg
Arnar Tómas –
„Jafngóð ljóðabók kemur sjaldan út í okkar litla landi.“
Sölvi Björn Sigurðsson
Arnar Tómas –
„Hrikalega vel heppnuð bók.“
Dagur Hjartarson