Vistarverur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2018 85 3.390 kr.
spinner

Vistarverur

3.390 kr.

Vistarverur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2018 85 3.390 kr.
spinner

Um bókina

alltaf eru þau á sveimi
í höfðinu á mér

hreindýrin
í þokunni

þefvís en blind
í þöglum söfnuði

hvað ætli horn þeirra nemi
þessi gríðarstóru loftnet
sem tróna yfir lággróðrinum

ilmandi lyngi
stingandi strái
kitlandi punti

þetta sokkna land
á samastað
djúpt
djúpt
í hugarfylgsnum mínum

Með þessari bók kemur skáldið með ferskan og frjóan andblæ inn á ljóðasviðið. Ort er um hinar ýmsu vistarverur innra með manneskjunni sem og úti í hinum stóra heimi og dregnar eru upp myndir sem eru í senn margræðar og skemmtilega óvæntar. Höfundur hefur áður sent frá sér skáldsögu og fræðirit en hér er á ferð önnur ljóðabók hans og fyrir hana hlaut hann Ljóðaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018.

Haukur Ingvarsson (f. 1979) er að jöfnum hlutum íkonaklast og hefðarsinni, náttúruskáld og borgar-, alvöruþrunginn menntamaður og glottandi hirðfífl. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum bókmenntum árið 2005 og hefur síðan fengist við ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi. Fyrsta ljóðabók Hauks, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, kom út 2005 og í kjölfarið komu fræðibókin Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness (2009) og skáldsagan Nóvember 1976 (2011). Hann leggur stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum og skrifar um viðtökur Williams Faulkner á Íslandi. Haukur er ekki bara einstakt skáld í sinni eigin kynslóð og meðal þeirra sem liðnar eru undir lok, heldur ekki síður þeirra sem enn eru að hleypa heimdraganum, ófæddra og ófyrirséðra.

8 umsagnir um Vistarverur

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu
6.790 kr.
Nóvember 1976
990 kr.2.065 kr.
3.890 kr.

INNskráning

Nýskráning