Villinorn 1: Eldraun
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 160 | 2.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 160 | 2.590 kr. |
Um bókina
Þetta var stærsti köttur sem ég hafði á ævinni séð. Jafn stór og hundur Óskars vinar míns og jafn svartur. Augun skinu eins og gul neonljós í rökkrinu í kjallaraganginum. Hann teygði úr sér, lengi, lipurt og makindalega og geispaði svo það sá í allar tennurnar.
„Nú ertu mín,“ sagði hann og sleikti út um með ljósrauðri tungu. „Mín, mín, mín …“
Klöru finnst hún vera venjuleg 12 ára stelpa. Kannski dálítið feimin og með helst til miklar freknur. En þegar óvenjulega stór, svartur köttur ræðst á hana í kjallaratröppunum heima, uppgötvar Klara að hún hefur sérstakar gáfur og eftir það hættir allt að vera venjulegt.
Klara lærir að virkja kraftana hjá Isu frænku sinni og ekki líður á löngu þar til hún verður að berjast fyrir lífi sínu í viðureign við hina illu Kímeru.
Eldraun er fyrsta bókin í danska bókaflokknum Villinorn um Klöru og baráttu hennar við öfl í villtri náttúrunni eftir verðlaunahöfundinn Lene Kaaberbøl. Villinornarbækurnar hafa komið út á 17 tungumálum.