Vertu úlfur: wargus esto
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 192 | 3.590 kr. | ||
Kilja | 2015 | 192 | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2019 | App | 2.690 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 192 | 3.590 kr. | ||
Kilja | 2015 | 192 | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2019 | App | 2.690 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Þessi bók geymir magnaða frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm“? Vertu úlfur er einlæg, gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf.
Héðinn hefur starfað á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, auk þess sem hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um þessi mál. Vertu úlfur var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 4 klukkustundir og 46 mínútúr að lengd. Hjálmar Hjálmarsson les.