Veröld ný og góð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 252 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 252 | 3.490 kr. |
Um bókina
Velkomin til Lundúna framtíðarinnar. Þar ríkir friður og stöðugleiki. Yfirvöldin hafa skapað hið fullkomna samfélag. Með erfðatækni, heilaþvotti og Soma-töflunum hefur verið séð til þess að allir séu hamingjusamir. Allir tilheyra öllum, frjálst kynlíf hefur tekið við af einkvæni og fjölskyldulífi. Og yfirvöldin fylgjast með öllu og öllum – alls staðar.
Bernard Marx virðist vera eini maðurinn sem býr yfir illskiljanlegri þrá til að brjótast úr þessum hamingjuviðjum. Mun heimsókn til eins af örfáum svæðum þar sem gamla, ófullkomna lífið er enn við lýði beina honum á rétta braut?
Aldous Huxley (1894–1963) er einn þekktasti rithöfundur Englendinga á 20. öld. Hann lét sig mjög varða ýmis helstu álitaefni samtíma síns og endurspeglaðist það í skáldsögum hans og ritgerðum.