Verndum þau

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2013 168 3.520 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2013 168 3.520 kr.
spinner

Um bókina

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

Í bókinni Verndum þau er fjallað um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt og lesendur eru upplýstir um eðli og birtingarmyndir ofbeldis og vanrækslu, auk þess sem gerð er grein fyrir ferli mála af þessu tagi hjá barnaverndaryfirvöldum og innan dómskerfisins.

Bókin kemur nú í nýrri útgáfu þar sem nokkrar veigamiklar breytingar hafa orðið á réttindum barna. Kynferðislegur lögaldur hefur verið hækkaður upp í 15 ár. Úrbætur hafa verið gerðar á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum ásamt öðrum úrbótum þar sem hagsmunir barna eru hafðir að leiðarljósi.

Höfundar bókarinnar, Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir MSc í sálfræði, starfa í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum. Bókin er gefin út í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Æskulýðsvettvang.

Verndum þau er bók er nauðsynleg bók fyrir þá sem starfa með börnum og unglingum, í skólum og íþrótta-, félags- og æskulýðsstarfi af öllu tagi.

Tengdar bækur

6.990 kr.
3.990 kr.
14.390 kr.
2.990 kr.
3.690 kr.
5.390 kr.
3.690 kr.
vending
3.190 kr.
7.290 kr.

INNskráning

Nýskráning