Verkefni í rekstrarhagfræði
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2007 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2007 | 3.490 kr. |
Um bókina
Verkefni í rekstrarhagfræði eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor er umfangsmesta verkefnabók í rekstrarhagfræði sem komið hefur út á íslensku. Í bókinni er að finna 555 verkefni í rekstrarhagfræði í 13 köflum. Verkefnin eru af ýmsum toga og fjalla meðal annars um eftirspurn og framboð, teygni, ábata viðskipta, opinber áhrif, alþjóðlega verslun, framleiðslu, kostnað, neytendur, verðstefnu, áhættu og óvissuaðstæður, þáttamarkaði, skipulag, stjórnun, markaðsmál, fjármál, fjárfestingar og framleiðslustjórnun. Í bókinni eru um 360 krossaspurningar, tæplega 100 dæmi í mörgum liðum og tæplega 100 ritgerðarverkefni. Svör eru í bókinni við öllum krossaspurningum, öllum dæmum og mörgum ritgerðarverkefnum. Fjölmargar skýringarmyndir eru með einstökum verkefnunum og svörum.
Með þessari bók fylgir Ágúst eftir bók sinni Rekstrarhagfræði sem kom út árið 2005 en báðar bækurnar eru ætlaðar nemendum í upphafi háskólanáms í rekstrarhagfræði. Þeim sem hafa áhuga á rekstrarhagfræði og rekstri fyrirtækja hentar bókin einnig mjög vel til sjálfsnáms.