Vatnið brennur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 421 | 4.290 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 421 | 4.290 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 2.990 kr. |
Um bókina
Vatnið brennur er margslungin og spennandi hrollvekja sem slær glænýjan tón í íslenskum bókmenntum. Sögusviðið spannar Ísland samtímans jafnt sem Svíþjóð hippatímabilsins en auk þess er flakkað vítt og breitt, frá fornöld til framtíðar, og samband mannskepnunnar við tónlist skoðað frá óvæntum og oft myrkum hliðum.
Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi litla samleið með málmhausum og láti flest sem viðkemur hátíðinni fara í taugarnar á sér. En ferðin reynist vendipunktur í lífi Grímu því þar kemst hún í kynni við gamla, sænska þjóðlagaplötu sem tengist dularfullu og ógeðfelldu morðmáli snemma á áttunda áratugnum. Og fyrr en varir hefur ævaforn lagstúfur náð yfirnáttúrulegum tökum á tónlistarkonunni …
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
5 umsagnir um Vatnið brennur
Jón Gunnarsson –
„Bókin er listilega vel smíðuð hrollvekja sem fléttar saman goðsagnaminnum og dulspeki við álagavald tónlistarinnar og leikur sér að mörkum veruleika og fantasíu, galdra og geðveiki, og heldur lesandanum í heljargreipum fram á síðustu blaðsíðu.“
Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir / bokmenntir.is
embla –
„Ég mæli svo sannarlega með þessari bók, fyrir bæði bóka- og tónlistarunnendur, og auðvitað aðdáendur hrollvekjunnar. Vatnið brennur er margslungið og dulmagnað verk sem mun ekki valda vonbrigðum.“
Rebekka Sif Stefánsdóttir / Lestrarklefinn
embla –
„Vatnið brennur er hans viðamesta og líka best skrifaða bók.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
embla –
„Mér finnst þetta framúrskarandi vel gert.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
embla –
„Mér finnst hann gera þetta ógeðslega vel og mér finnst líka svo flott hvað er mikil músík í textanum.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan