Ásmundur Gunnlaugsson fæddist að Ríp í Hegranesi þann 10. febrúar 1789. Hann lærði til prests, gerðist kapilán vestur í Dölum og fékk síðan brauð á Siglufirði. Dvöl hans þar einkenndist af drykkjuskap og erjum við sveitungana. Hann þótti einkar og svipljótur maður en eigi að síður var hann mikill kvennaljómi og varð það rót margra deilna. Ásmundur var sviptur kjól og kalli fyrir margra hluta sakir og hrökklaðist yfir í Skagafjörð þar sem hann átti margbreytilegt líf og kostulegt. Í þessari mögnuðu bók dregur Úlfar Þormóðsson upp eftirminnilegar myndir af Íslandi fyrri tíma; daglegu lífi og aðstæðum fólks, ekki síst kvenna sem mjög áttu undir högg að sækja. Úlfar fer sjaldnast troðnar slóðir í skrifum sínum. Hér sækir hann sér efnivið í annála og frásagnir sem hann fléttar inn í áhrifaríka sögu Ásmundar Gunnlaugssonar og samtíma hans.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar