Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Urta
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 100 | 4.890 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 100 | 4.890 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 2.990 kr. |
Um bókina
Gerður Kristný hefur lengi verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, enda hafa fáir viðlíka tök á blæbrigðum málsins. Ljóð Gerðar hafa komið út á fjölmörgum tungumálum og við þau hafa verið samin tón- og leikverk. Fyrir bækur sínar hefur hún meðal annars hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljóðabálkar Gerðar, Blóðhófnir, Drápa og Sálumessa, hafa vakið aðdáun og athygli fyrir kröftug yrkisefni og frumlega framsetningu. Nýr ljóðabálkur eftir hana sætir því tíðindum.
Urta segir í fáum en áhrifamiklum orðum sögu af harðri lífsbaráttu á hjara veraldar.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
8 umsagnir um Urta
embla –
„Magnaður ljóðabálkur … ein af bókum ársins.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
embla –
„Heillandi ljóðabók um sterka konu í miskunnarlausu umhverfi. Ljóðaformið er afar fagmannlegt, ljóðmælandinn agaður og söguhetjan aðdáunarverð.“
Kristján Jóhann Jónsson / Fréttablaðið
embla –
„Urta eftir Gerði Kristnýju er ljóðabálkur um líf konu á mörkum hins byggilega heims við norðurskaut. Ljóðin lýsa heimi þar sem eins dauði er annars brauð. Þrátt fyrir miskunnarleysið tengir þráður samkenndar og samstöðu mæður sem hunsa mörkin milli manns og dýrs, menningar og náttúru. Urta er ort af fágætri stílsnilld. Hún er fágað, lágmælt listaverk, ljóðabálkur sem rúmar bæði dýptir og víddir.“
Umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna
embla –
„Þetta eru ljóð til að lesa upphátt fyrir sjálfan sig … höfundur notar stuðla og innrím til að veita orðunum áhrifamikinn blæ sem unun er að heyra.“
Gréta Sigríður Einarsdóttir / Víðsjá
embla –
„Skáldið er hugkvæmt eins og fyrri bálkar hennar hafa sýnt, hún leitar út, sækir sér efni sem hafa ákall til okkar tíma, hylur þau í goðsögulegu tíð nánast, skiljanlegan einfaldan ljóðheim sem hún klæðir í mögnuðum skáldskap af orðgnótt.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Stundin
embla –
„Það er hrein nautn að grípa hana og lesa. Engu orði ofaukið og hvert orð svo sterkt og akkúrat þar sem það á að vera.“
Steingerður Steinarsdóttir
embla –
„Urta er frumlegt verk sem hrífur lesandann og átti gagnrýnandi erfitt með að slíta sig frá lestri þess.“
Ingibjörg Iða Auðunardóttir / Morgunblaðið
embla –
„Mögnuð bók.“
Egill Helgason / Kiljan