Urðarmáni
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 212 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 212 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Reykjavík haustið 1918; spánska veikin breiðist hratt út í skugga Kötlugoss og annarra hörmunga og landlæknir sætir ákafri gagnrýni fyrir að verjast ekki vágestinum af nægilegri hörku. Hann vakir þó og vinnur daga og nætur, fullur sjálfstrausts og sannfærður um að hann sé að gera rétt.
En þegar til hans leitar ung kona sem vill fá leyfi til ljósmóðurstarfa kemur brestur í brynju hans. Aðstæður þeirra, skoðanir og kjör eru gjörólík en samt dragast þau hvort að öðru – og eiga þó enga samleið. Allt um kring herjar drepsóttin og fellir fólk á besta aldri; vini og ástvini.
Urðarmáni er grípandi og áhrifamikil söguleg skáldsaga um líf, dauða og lærdóma fortíðar. Hvað myndi gerast ef viðlíka farsótt skylli á í nútímanum?
Ari Jóhannesson læknir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007 fyrir ljóðabókina Öskudaga og árið 2014 sendi hann frá sér skáldsöguna Lífsmörk sem fékk stórgóðar viðtökur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 6 klukkustundir og 33 mínútur að lengd. Jóhann Sigurðarson les.
4 umsagnir um Urðarmáni
gudnord –
„Þessi saga á hiklaust erindi við íslenska lesendur í dag, bæði vegna skemmtanagildis og af sagnfræðilegum og fagurfræðilegum ástæðum.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
Arnar –
„Mæli með þessari spennandi og sögulegu skáldsögu, ekta reykvískri örlagasögu, sem gerist á viðsjárverðum tímum og nýtur þekkingar læknisins á viðfangsefninu. Las hana mér til ánægju, skemmtunar og fróðleiks.“
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur
Elín Pálsdóttir –
„… allt alveg óskaplega trúverðugt og mjög vel gert … Hann er alveg með þetta …“
Egill Helgason, Kiljan (Um Lífsmörk)
Elín Pálsdóttir –
„… bæði fyndin og alvarleg og kemur sífellt á óvart …“
Guðríður Haraldsdóttir, Vikan (Um Lífsmörk)