Uppreisn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2014 405 3.100 kr.
spinner

Uppreisn

3.100 kr.

Uppreisn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2014 405 3.100 kr.
spinner

Um bókina

Hér fléttast saman margar sögur sem eiga sér þó sameiginlegan, sáran undirtón. Sofie er hálfdönsk og hálfgrænlensk en hún hafnar eftir ævintýralegum krókaleiðum í Afríku. Við hittum fyrir indverskættaðar stúlkur í járngreipum hefða, kynnumst skelfilegum aðstæðum í námum þar sem mannslífið er einskis metið og rótlausum ungmennum í heimi spillingar og misnotkunar þar sem allt snýst um að lifa af. Frásögnin er nöpur og miskunnarlaus og sker inn að beini.

Uppreisn er önnur bókin í þríleik Jakobs Ejersbo um mannlíf í Afríku og eftirköst nýlendutímans og persónur úr fyrstu bókinni, Útlaga, koma við sögu. Sagnabálkurinn hefur vakið mikla athygli og verið þýddur á fjölmörg tungumál enda þykir hann opna einstæða sýn á álfuna.

Páll Baldvin Baldvinsson þýddi.

****
„Þéttingsfast og óvægið … afbragðsvel þýdd af Páli Baldvini Baldvinssyni … Sagnagáfa Ejersbo er ótvíræð og persónusköpun með því betra sem gerist, burtséð frá því hvort hann skrifar um karla eða konur. Sögurnar grípa þéttingsfast … hafa allar mikla dýpt. Tónninn er óvæginn og harður … Eins og fyrri bókni er þetta ekki hugguleg lesning, en alveg óskaplega góð.“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

„Sjaldan hefur nokkuð verið skrifað sem er jafn ágengt og tilfinningaríkt, glóheitt og frostkalt í senn, hjartnæmt og kaldhæðið.“
Weekendavisen

****
„Grípandi, átakanlegar og ógnvekjandi sögur.“
Berlingske

Um Útlaga:
**** 1/2
Morgunblaðið

****
Fréttablaðið

Tengdar bækur

990 kr.

INNskráning

Nýskráning