Upp til Sigurhæða

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2001 2.065 kr.
spinner

Upp til Sigurhæða

2.065 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2001 2.065 kr.
spinner

Um bókina

Hér segir af lífi vinsællar blaðakonu sem býr við fábreytni í einkalífinu. Maður hennar er henni fjarlægur og þegar umskipti verða á dóttur þeirra siglir hjónabandið í strand. Líf konunnar kúvendist þegar hún heldur norður í land til að taka viðtal við mann sem ári áður rambaði fram af hengiflugi sturlunnar. Örlögin leiða hana upp til Sigurhæða þar sem hún gengur inn í óvenjulegan heim sveitafólksins þar sem tengslin við náttúruna eru sterkari og raunverulegri. Níu árum síðar er hún enn fyrir norðan. Hún raðar brotum ævi sinnar saman í bréf til dóttur sinnar, dóttur sem hún botnar ekkert í og veit ekki hvar er að finna.

Ingibjörg Hjartardóttir er þekkt fyrir leikverk sín. Í þessari fyrstu skáldögu hennar kveður við nýjan tón í íslenskri skáldsagnaritun. Frásögnin er seiðandi og ástríðufull og gerist á mörkum veruleikans, í veröld þar sem heimar manna og vætta skarast. Efnið er að hluta til sótt í íslenskar þjóðsögur og þjóðtrú.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning