Undirferli
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 3.390 kr. | |||
Rafbók | 2017 | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 3.390 kr. | |||
Rafbók | 2017 | 1.490 kr. |
Um bókina
Íris er framúrskarandi veirufræðingur sem stundar rannsóknir við Rannsóknarstofuna Surtsey í Vestmannaeyjum. Þar rannsakar hún áhrif umhverfis á óþekkta veiru sem fannst í hinni ungu og óbyggðu Surtsey.
Þegar Smári, æskuvinur hennar og æskuást, er ráðinn aðstoðarmaður hennar á tilraunastofunni verður yfirmaðurinn Aron, fyrrverandi eiginmaður Írisar, órólegur og loft verður læviblandið. Smári hefur í fórum sínum óvenjulegt mælitæki, eins konar lygamæli, sem hann er að þróa til þess að mæla heilindi og manngildi.
Hann fær að gera tilraunir með tækið á tilraunastofunni og þegar veiran hættir að bæra á sér af óútskýranlegum ástæðum, kvikna hugmyndir um að tæki Smára sé um að kenna.
Undirferli er ástarsaga sem á frumlegan hátt fjallar um heilindi og svik, fornan vísdóm og nýjan, vítahringi ofbeldis – og verndun ósnortinnar eyju gagnvart yfirgangi og undirferli.