Ummyndanir: Metamorphoses
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 514 | 4.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 514 | 4.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 490 kr. |
Um bókina
Metamorphoses eða Ummyndanir eftir rómverska skáldið Publius Ovidius Naso, Óvíd, er eitt af stórvirkjum heimsbókmenntanna, ritað um þær mundir er tímatal okkar hefst. Í verkinu eru raktar goðsögur um myndbreytingar, allt frá tilurð heimsins til þeirrar sem Óvíd vissi síðasta: er Júlíusi Kesari var breytt í stjörnu og hann festur upp á himininn. Að auki er greint frá ótal hambrigðum úr grískri, rómverskri og austurlenskri goðafræði sem skáldið fléttar í samfellda frásögn af miklu hugviti.
Lifandi lýsingar Óvíds, frjótt ímyndunarafl, mælska, léttleiki og kímni gera Ummyndanir að einu helsta meistaraverki latneskra bókmennta. Verkið hefur um aldir veitt listamönnum og skáldum innblástur og hefur verið staðhæft að það eigi stærri þátt í mótun vestrænnar menningar seinni tíma en nokkurt annað fornaldarrit að heilagri ritningu frátalinni.
Ummyndanir birtast hér í öndvegisþýðingu Kristjáns Árnasonar sem einnig ritar inngang og skýringar. Myndir í bókinni eru úr franskri útgáfu frá 18. öld eftir marga helstu listamenn Frakka á þeim tíma.
Bókin var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2009.
Kristján Árnason hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir þýðingu sína.
5 umsagnir um Ummyndanir: Metamorphoses
Kristrun Hauksdottir –
„… þau verða ekki mikið stærri tíðindin á íslenskum bókamarkaði á þessu ári.“
Eiríkur Guðmundsson / Víðsjá
Kristrun Hauksdottir –
Rökstuðningur dómnefndar Menningarverðlauna DV:
„Afbragðsgóð þýðing á einu af lykilverkum vestrænna bókmennta hefur litið ljós í fyrsta sinn. Kristján Árnason hefur skilað þýðingu sem nautn er að lesa og flytur nútímalesendur í goðsagnaheim fornaldar, bæði með þýðingu sinni og greinargóðum inngangi. Ummyndanir Óvíds eru eitt af stærstu og merkustu verkum heimsbókmenntanna sem lesendur, og ekki síður önnur skáld og listamenn, get nú notið í íslenskum búningi.“
Kristrun Hauksdottir –
„Hafi einhvern tíma verið ástæða til að hrópa loksins loksins þá er það núna: Óvíd er kominn á íslensku, tvö þúsund árum eftir frumútgáfuna. … eitt af þeim verkum sem eru algerlega miðlæg í vestrænum bókmenntum, í flokki með Hómerskviðum, grísku harmleikjunum, biblíunni, leikritum Shakespeares…“
Gauti Kristmannsson / Víðsjá
Kristrun Hauksdottir –
„Glæsilegt framtak.“
Illugi Jökulsson / DV.is
Kristrun Hauksdottir –
„Stórvirki í íslenskum þýðingabókmenntum sem mun lengi lifa.“
Jón Viðar Jónsson / DV