Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Umhverfis Ísland í 30 tilraunum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 285 | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 285 | 1.490 kr. |
Um bókina
Vissirðu að landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus heimsótti Snæfellsnes áður en hann sigldi til Ameríku? Hafðirðu hugmynd um að alvöru geimfarar æfðu sig í hrauninu við Mývatn fyrir fyrstu tungllendinguna? Og vissirðu að það er til fjall sem heitir Baula?
Ævar vísindamaður sló í gegn með spennandi vísindaþáttum fyrir börn og unglinga. Hér setur hann Ísland undir stækkunarglerið, ferðast hringinn í kringum landið og rannsakar allt sem fyrir augu ber. Í bókinni eru tilraunir sem þú getur gert heima hjá þér eða á ferðalögum – og líka tilraunir sem gera sig sjálfar og eru tilbúnar þegar þú kemur heim úr fríinu!
Skrítin, skemmtileg og forvitnileg bók sem er ómissandi fyrir ferðalanga – hvort sem þeir ferðast með bíl, bát, á hjóli eða bara í huganum.
4 umsagnir um Umhverfis Ísland í 30 tilraunum
Bjarni Guðmarsson –
„Ævar vísindamaður sannar enn og aftur að hann er frumlegur, fræðandi og skemmtilegur félagi barna. Hann grefur upp stórskemmtilegar staðreyndir og sögur sem eiga eftir að skemmta öllum í fjölskyldunni, hvort sem er á ferðalagi eða ekki. Ég gat ekki hætt að lesa og hló mörgum sinnum bæði inni í mér og upphátt! Bókin er falleg og auðveld aflestrar og hún er gjörsamlega troðfull af jákvæðni og skemmtun …“
Felix Bergsson, fjölmiðlamaður
Bjarni Guðmarsson –
„… nauðsynleg fyrir unga ferðamenn að hafa í aftursætinu á ferðalagi um landið. Bókin er stútfull af fróðleik um landið okkar og hún hvetur lesandann til að leita að hinum ýmsu kennileitum á ferð sinni. Ævar vísindamaður skrifar á skoplegan hátt um m.a. landafræði, sögu, Íslendingasögur, þjóðsögur, menningu og vísindi … Sumar tilraunirnar eru svo áhugaverðar að lesendur munu varla geta staðið á sér að prófa!“
Katrín Lilja Sigurðardóttir (Sprengju-Kata), efnafræðingur
Bjarni Guðmarsson –
„Ævar vísindamaður er frábær ferðafélagi … Ég hlakka til að ferðast með honum umhverfis landið í 30 tilraunum …“
Brynhildur Björnsdóttir/Leynifélaginu á Rás 1
Bjarni Guðmarsson –
„… stútfull af fróðleik og mjög vel upp sett svo fróðleikurinn mikli verður ekki íþyngjandi. Textinn er vel skrifaður og bókin aðgengileg á allan hátt. Ég hlakka til að fara í næsta ferðalag til að geta frætt litla, og stóra, ferðalanga um landið með Ævari vísindamanni.“
Ingveldur Geirsdóttir/Morgunblaðið