Um tímann og vatnið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2019 | 990 kr. | |||
Mjúk spjöld | 2019 | 320 | 4.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2019 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2019 | 990 kr. | |||
Mjúk spjöld | 2019 | 320 | 4.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2019 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Verð áður 4.990 kr.
Á næstu hundrað árum verða grundvallarbreytingar á eðli vatns á jörðinni. Jöklar munu bráðna, yfirborð hafsins rísa og sýrustig þess breytast meira en sést hefur í 50 milljón ár. Breytingarnar snerta allt líf á jörðinni, alla sem við þekkjum og alla sem við elskum. Þær eru flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið. Hvaða orð ná utan um málefni af þeirri stærðargráðu?
Í tilraun sinni til að fanga þetta víðfeðma málefni leyfir Andri Snær Magnason sér að vera bæði persónulegur og vísindalegur – fléttar sér leið að loftslagsvísindunum með ævafornum goðsögnum um heilagar kýr, sögum af forfeðrum og ættingjum og viðtölum við Dalai Lama. Útkoman verður frásögn sem er ferðasaga, heimssaga og áminning um að lifa í sátt við komandi kynslóðir.
Andri Snær braut blað í umræðunni um íslenska náttúru með bók sinni Draumalandið. Hér gerir hann atlögu að loftslagsmálunum, stærsta viðfangsefni sem jarðarbúar hafa staðið sameinaðir frammi fyrir.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 6 klukkustundir og 45 mínútur. Andri Snær Magnason les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
4 umsagnir um Um tímann og vatnið
Arnar –
„Þetta er skyldulesning fyrir alla og hvar sem er í heiminum áttu að geta lesið þessa bók af ánægju.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Arnar –
„Aðeins góður, agaður sögumaður og rithöfundur hefur á valdi sínu að tengja persónur og staði á þann listilega hátt sem Andri Snær gerir í þessari bók.“
Björn Bjarnason / Morgunblaðið
gudnord –
„Áhrifamikil og mögnuð bók, frábærlega skrifuð og sérlega mikilvæg. Þetta er bók sem allir í heiminum ættu að lesa.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
gudnord –
„Bók Andra Snæs er tímamótaverk sem vekur lesendur til umhugsunar um hvar við erum stödd, og af hverju okkur má ekki vera sama um jörðina og Ísland sem hluta af henni.“
Magnús Halldórsson/kjarninn.is