Um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 407 | 7.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 407 | 7.990 kr. |
Um bókina
Greinar, nýjar og eldri, um Jónas og athyglisverða staði í kvæðum hans – skrifaðar af því næmi og listfengi sem einkennir skrif Hannesar Péturssonar jafnt í lausu máli sem bundnu. Það er bókmenntaviðburður þegar eitt helsta ljóðskáld samtímans skrifar um verk dáðasta skálds íslenskrar sögu.
Tímamót urðu í rannsóknum á kveðskap Jónasar Hallgrímssonar árið 1979 þegar Hannes Pétursson skáld gaf út bókina Kvæðafylgsni. Þar rýndi hann í valin kvæði eftir listaskáldið góða og af þekkingu og innsæi lauk hann upp kvæðum sem áður voru flestum lesendum lokuð. Gilti það jafnt um minna þekkt kvæði, sem og kvæði eins og Gunnarshólma og Ferðalok sem telja má frægustu kvæði Jónasar.
Í þessari bók eru prentaðar aftur þær tólf ritgerðir sem voru í Kvæðafylgsnum, allar endurskoðaðar, en við bætast ellefu nýjar ritgerðir um Jónas og athyglisverða staði í kvæðum hans – skrifaðar af því næmi og listfengi sem einkennir skrif Hannesar Péturssonar jafnt í lausu máli sem bundnu.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar