Tvíflautan
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 400 | 2.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 400 | 2.590 kr. |
Um bókina
Ungur Vestfirðingur ákveður að freista gæfunnar á suðrænum slóðum og heldur til Grikklands. Hann ræður sig í vinnu á veitingastað sem reynist öllu heldur vera menningarsetur þar sem fjölskrúðugar og litríkar persónur fylla hvern krók og kima.
Grískar dívur, ástríðufullir tónlistarmenn, drykkfelldir samstarfsmenn og ráðríkir Grikkir koma æðandi inn í líf hins óharðnaða Íslendings og útkoman getur ekki orðið önnur en hlægilegur hellenskur harmleikur.
Tvíflautan byggir á fimm ára dvöl höfundar í Aþenu og er skáldleg frásögn af lífinu á framandi slóðum. Tvíflautan er saga af ást, heimspeki, tónlist og tímabæru andláti hégómans.
Tvíflautan er fyrsta skáldsaga Jóns Sigurðar en hann hefur áður gefið út ljóðabækur og tónlist, skrifað pistla og gert útvarpsþætti.