Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Þunna torfan sem ég stend á
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 60 | 2.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 60 | 2.590 kr. |
Um bókina
Ljóðin í þessu safni hafa mikla sérstöðu í norrænum nútímabókmenntum og vitna um sterkan trúarþátt sem þar er á ýmsan hátt miðlægur í skáldskap höfundar.
Missa (messa) er metnaðarfull tilraun til að fella litríka mannlega reynslu að föstum liðum kaþólskrar messu, oft með svo nærgöngulum myndum að einhverjum gæti þótt nóg um.
Júdas Ískaríot hefur orðið og segir sögu sína í samnefndu ljóði sem á mystískan hátt vitjaði höfundar en Trönurnar flugu hjá er ljóðsaga um Samadreng með Downs-heilkenni sem fæddist á jólanótt eftir langt og erfitt ferðalag foreldranna sem fengið höfðu boð um að koma til dómkirkjusetursins Þrándheims frá endalausum víðernunum í norðri.