Þung ský
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 120 | 2.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 3.690 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2021 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 120 | 2.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 3.690 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2021 | 3.690 kr. |
Um bókina
Þung ský er kynngimögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björgunarleiðangur.
Einkennilegur drengur á afskekktum bæ er gagntekinn af öllu sem flýgur; fyrst fuglum loftsins, síðan stálfuglunum stóru sem sjást æ oftar yfir heimaslóðum hans. Á þungbúnum vordegi sér hann hvar stór farþegaflugvél birtist út úr skýjaþykkni og fólkið í gluggunum veifar. Síðar sama dag fréttist að vélin sé týnd.
Bændur leggja af stað til leitar og drengurinn með. Í nálægum firði hefur sést brak utan í fjalli og leitarmenn halda upp bratta hlíðina, drengurinn fremstur. Það sem mætir skilningarvitum hans uppi á hjallabrún er ólýsanlegt. En þar logar eitt lítið lífsins ljós sem hann má ekki láta slökkna.
Einar Kárason sló nýjan tón í Stormfuglum sem kom út 2018 og hefur notið hefur mikillar velgengni heima og erlendis. Hér fetar hann svipaða braut í sögu sem er lauslega byggð á sönnum atburði.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 28 mínútur að lengd. Höfundur les.
Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:
5 umsagnir um Þung ský
embla –
„Þung ský er fallega skrifuð saga af nærgætni og tilfinningu. Sagan grípur mann frá fyrstu blaðsíðu og heldur athygli allt til enda.“
Páll Egill Winkel / Morgunblaðið
embla –
„Þung ský eftir Einar Kárason er ekki löng skáldsaga en skilur eftir langan hala tilfinninga og áhrifa.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
embla –
„Ákaflega áhrifarík saga, vel sögð … snerti verulega við mér og mér finnst Einar svo ofboðslega góður sagnamaður.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
embla –
„Meitluð frásögn af sterkum tilfinningum, lífi og dauða. Höfundurinn er þaulreyndur sagnamaður og frásögnin nýtur þess út í ystu æsar.“
Kristján Jóhann Jónsson / Fréttablaðið
embla –
„Lýsingarnar á tilfinningalegu ástandi mannanna eru jafn blátt áfram og lýsingar af aðstæðum á slysstað en vekja margvísleg hughrif í einfaldleika sínum.“
Gréta Sigríður Einarsdóttir / Víðsjá