TMM 2. hefti 2010
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 144 | 1.765 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 144 | 1.765 kr. |
Um bókina
„Ekki auðvelt að koma auga á sigurvegara í þeim leik“, segir Hallgrímur Helgason um það stríð sem hér geisaði um árabil milli stjórnmálaforingja og viðskiptahölda í grein sem hann skrifar um sig og Baug og Davíð, Bláu höndina og þegar hann var „kallaður á teppið“ með frægum afleiðingum: „Draugur group. Minningarorð frá Baugspenna“. Það má til sanns vegar færa – en þjóðin öll tapaði því stríðið endaði í allsherjarhruni eins og lesa má um í níu binda skýrslu Rannsóknarnefndar alþingis.
Enginn ætti að láta aðra lesa þá skýrslu fyrir sig eða láta aðra velja úr henni eftir eigin hentugleikum ofan í sig. Guðni Elísson hefur hins vegar tekið sér fyrir hendur að velta fyrir sér viðtökum skýrslunnar – ekki síst viðleitni til viðtökustýringar: „Ísland, anno núll“.
Stefán Snævarr skrifar „Krataávarpið“ þar sem hann leitast við að færa rök fyrir hófsamri jafnaðarstefnu en Margrét Tryggvadóttir veltir fyrir sér búsáhaldabyltingunni og hvernig hún birtist í nokkrum barnabókum. „Einu sinni var …“ eftir Sjón er hins vegar innblásin lofgjörð til sagnalistarinnar þar sem búa „fyrirheit um fyndni, hroll, depurð, hneykslan, sakleysi, fróðleik, réttlæti, orrustur, ástir, grimmd, furður, visku, kjánaskap, refsku, hefndir, íhugun …“ Það er með öðrum orðum bit í ýmsu efni í heftinu: hinum sívinsælu ævintýrum um blóðdrykkjufólk eru gerð næstum tæmandi skil í veglegri grein Úlfhildar Dagsdóttur um vampýrur en í sögu Naju Marie Aidt dregur lítið mýbit dilk á eftir sér. Ævintýrið er svo í allri sinni dýrð yfir og allt um kring í grein Þórunnar Erlu- Valdimarsdóttir þar sem hún segir alls kyns hneykslanlega hluti um öskubuskur og kolbíta …
Og er þá fátt eitt talið.
Guðmundur Andri Thorsson