Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 287 | 3.100 kr. | ||
Kilja | 2009 | 287 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp
990 kr. – 3.100 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 287 | 3.100 kr. | ||
Kilja | 2009 | 287 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Um bókina
Í skáldsögunni 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helgason (2008) fylgjumst við með ævintýrum króatíska leigumorðingjans Tomislav Bokšic, sem gengur undir nafninu Toxic.
Eftir nokkuð ‘farsælan’ feril sem leigumorðingi í Bandaríkjunum neyðist hann einn góðan veðurdag til að leggja á flótta og endar á Íslandi fyrir slysni. Þar taka kristnir trúboðar á móti honum fyrir misskilning og úr verða ýmsir menningar- og tungumálaárekstrar á meðan hann fótar sig í nýju umhverfi.
Hörkuspennandi og fyndin saga með þyngri undirtóni sem sýnir lesanda íslenskt samfélag frá býsna óvæntu og óvenjulegu sjónarhorni.
3 umsagnir um Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Það er ákveðin kúnst að láta lesendur/áhorfendur flissa að grimmilegu ofbeldi; það er eins og að vera á einhvers konar hengibrún þess hlægilega – má ég hlæja að þessu? spyr maður undir hláturrokunum …“
Gunnþórunn Guðmundsdóttir / Bokmenntir.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„En hér er komin þéttasta og besta bók Hallgríms til þessa … Söguþráðurinn framan af er frábærlega skemmtilegur, hugmyndaríkur … kolsvört kómedía. Bráðfyndin og þar hjálpa frumlegar líkingar … Og söguþráðurinn býður vitanlega upp á óborganlegar senur sem byggjast á vel undirbyggðum misskilningi. Moliére gæti verið fullsæmdur af sumum atriðanna…“
Jakob Bjarnar Grétarsson / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Hallgrímur er auðvitað með fyndnari rithöfundum þjóðarinnar og ádeiluauga hans er glöggara en greindustu manna … “
Kristján Hrafn Guðmundsson / DV