TMM 4. hefti 2018

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúkspjalda 2018 143 2.490 kr.
spinner

TMM 4. hefti 2018

2.490 kr.

TMM 4. hefti 2018
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúkspjalda 2018 143 2.490 kr.
spinner

Um bókina

Fjórða hefti Tímarits Máls og menningar 2018 geymir fjölbreytt efni eftir þekkta sem óþekkta höfunda, einn sem fæddur er um síðustu aldamót og aðra sem eiga að baki langan og farsælan starfsferil. Þess er minnst að hundrað ár eru frá fæðingu Jakobínu Sigurðardóttur og Kristján Árnason, bókmenntafræðingur og skáld, kvaddur; rýnt er í ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur og Allt sundrast, sextuga skáldsögu nígeríska höfundarins Chinua Achebe en kastljósinu jafnframt beint að glænýjum bókmenntum.

Af samfélagsmálum kennir einnig ýmissa grasa; Leifur Reynisson rifjar upp róstusama daga í París 1968 með aðstoð sjónarvotta og Unnur Birna Karlsdóttir fer yfir sögu fasismans og fasískra samtaka hér á landi. Bæði leggja áherslu á að við nýtum okkur lærdóma fortíðar til að bregðast við ólgu í alþjóðastjórnmálum og firringu samtímans. Einar Már Jónsson birtir hér síðustu hugvekju sína að sinni og rétt að þakka honum bráðskemmtilegar hugleiðingar í undangengnum heftum. Guðmundur Andri Thorsson seilist í gamla skruddu sem lýsir sérlunduðum persónum úr sveitasamfélaginu á meðan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir segir frá þeim furðuverum sem urðu á vegi hennar í Laugardalshöllinni í haust á viðburði sem hún kallar „ættarmót nördanna“.

Í kápumyndinni fangar Lóa stemmninguna í París maí ’68. Þá er að finna í heftinu fjölbreyttan skáldskap og fleira spennandi efni sem glöggir lesendur munu taka eftir að á sér ýmsa áhugaverða snertifleti.

Við óskum lesendum góðrar skemmtunar og hlökkum til samfylgdarinnar við ykkur!

Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjórar

Tengdar bækur

3.890 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
7.690 kr.
3.490 kr.4.090 kr.
ugl490
3.890 kr.
4.690 kr.
Placeholder
5.390 kr.
3.990 kr.
2.690 kr.
TMM 2. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 1. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 3. tbl. 2020
2.490 kr.
TMM 2.20
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2020
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 3. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2019
2.490 kr.
Tímarit Máls og menningar - 3. hefti 2018
2.490 kr.
TMM 2. hefti 2018
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2018
2.490 kr.

INNskráning

Nýskráning