TMM 3. hefti 2020

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2020 144 2.490 kr.
spinner

TMM 3. hefti 2020

2.490 kr.

TMM 3. tbl. 2020
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2020 144 2.490 kr.
spinner

Um bókina

Það er auðvelt að samsama sig uppgjafatóninum í kápumynd Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur en Úlfhildur Dagsdóttir gerir verkum hennar ítarleg skil í heftinu, meðal annars hvernig daglegar myndbirtingar á samfélagsmiðlum Lóaboratórium lýstu og mótuðu upplifun okkar á fyrstu bylgju veirufaraldursins í vor.

Þegar dimmir vilja margir grípa góðan krimma en Daisy Neijmann ræðst hér í metnaðarfulla greiningu á verkum Arnaldar Indriðasonar. Í ár eru liðin tuttugu ár síðan ein þekktasta bók hans, Mýrin, kom fyrst út. Hún markaði þáttaskil í ritun íslenskra glapasagna og varð partur af Nordic Noir-bylgjunni sem hefur verið fyrirferðamikil í afþreyingarmenningu síðustu ára. Aðalbjörg Bragadóttir finnur í umfjöllun um glæpasagnaútgáfu síðasta árs enn fyrir mikilli grósku og nýsköpun í greininni, sem teygir sig inn á flest svið mannlegs samfélags.

Í Mýrinni voru erfðarannsóknir fyrirtækis í Vatnsmýrinni undirstöðuatriði í fléttunni en sama fyrirtæki hefur leikið lykilhlutverk í skimun fyrir óværunni á árinu. Auk þess hafa rannsóknarlögreglumenn tekið að sér rakningu smita í stað blóðugra sakamálanna sem þeim er falið á blaðsíðum krimmana. Veruleikinn getur stundum tekið skáldskapnum fram, en við þurfum líka á sögunum að halda til að vinna úr upplifun okkar á nútíð og fortíð.

Þorvaldur S. Helgason rannsakar í grein sinni bækur úr andbókasafni sögunnar, Guðmundur Andri Thorsson veltir fyrir sér hvers vegna Elías Mar sneri baki við skáldsagnagerðinni eftir Sóleyjar sögu, Hildur Hermóðsdóttir heldur minningu skáldsins Guðmundar Friðjónssonar frá Sandi á lofti og Böðvar Guðmundsson lýsir því hvernig hægt er að grafa upp bréf úr skókassa og endurmóta örlög fólksins sem þar er lýst, eins og hann gerði í Vesturfarasögum sínum.

Ritstjórar eru Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir.

Áhugaverðar sögur og fersk ljóð læðast svo hér á milli og stytta ykkur vonandi stundir á komandi hausti, enda er líklega eina ráðið í núverandi stöðu að anda djúpt, fara undir teppi og opna góða bók.

Tengdar bækur

4.090 kr.
6.990 kr.
litil-biblia
3.790 kr.
990 kr.2.290 kr.
1.890 kr.
2.690 kr.
TMM 2. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 1. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 2.20
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2020
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 3. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2018
2.490 kr.
Tímarit Máls og menningar - 3. hefti 2018
2.490 kr.
TMM 2. hefti 2018
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2018
2.490 kr.

INNskráning

Nýskráning