Tímarit Máls og menningar 1. hefti 2023
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 128 | 2.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 128 | 2.890 kr. |
Um bókina
Áslaug Jónsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur opnar heftið með þremur vetrarljóðum en hún á einnig heiðurinn að kápumyndinni. Við birtum nýjar smásögur eftir Stefán Mána, Ólaf Gunnarsson, Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur, B. Sjór og Aðalstein Emil Aðalsteinsson, auk ljóða og prósa eftir Sunnu Dís Másdóttur, Kristu Alexandersdóttur og Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Óskar Árni Óskarsson færir okkur nokkur stórskemmtileg myndljóð og Sigrún Alba Sigurðardóttir ritar fyrsta hugvekjupistil ársins. Fróðleg viðtalaröð Huldars Breiðfjörð við handritshöfunda heldur áfram og má í heftinu lesa viðtal hans við Margréti Örnólfsdóttur.
Af greinum heftisins má nefna fjöruga yfirferð Melkorku Gunborg Briansdóttur um áhrif og tilgang markleysu eða nonsense í bókmenntum, Dagný Kristjánsdóttir fjallar um birtingarmyndir kynferðisofbeldis í nokkrum verkum Halldórs Laxness, og Gunnar Tómas Kristófersson um kvikmynd Óskars Gíslasonar Björgunarafrekið við Látrabjarg frá 1949 sem var ein af fyrstu kvikmyndum Íslandssögunnar sem náði mikilli dreifingu út fyrir landssteinana. Einnig má finna í heftinu vandaða bókadóma um Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur, Farsótt eftir Kristínu Svövu, Frankensleiki eftir Eirík Örn Norðdahl og nýja bókmenntasögu: Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi I-II.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar