TMM 1. hefti 2020

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2020 144 2.490 kr.
spinner

TMM 1. hefti 2020

2.490 kr.

TMM 1. hefti 2020
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2020 144 2.490 kr.
spinner

Um bókina

Í fyrsta hefti nýs árs má finna nokkra umfjöllun um listsköpun og varðveislu listaverka við erfiðar kringumstæður. Kápuna prýðir stilla úr fyrstu kvikmyndinni sem tekin var upp á Íslandi, Sögu Borgarættarinnar, og Erlendur Sveinsson býður lesendum í för með danska kvikmyndaliðinu sem kom til landsins til þess að taka upp þessa stórmynd við hrekkjótt veðurfar og bágbornar aðstæður í tilefni af aldarafmælis frumsýningar hennar. Kristín Svava Tómasdóttir fjallar um líf og verk Steindórs Sigurðssonar sem barðist við eigin veikleika alla tíð en skildi þó eftir sig áhugaverð skrif af jaðri hins borgarlega samfélags, og Kolbrún Halldórsdóttir rekur baráttuna fyrir stofnun Leikminjasafns Íslands og hverjar lyktir þeirrar vinnu urðu. Líta má á þessar greinar sem hvatningu til þess að ryðjast í gegnum svartasta skammdegið og lægðarkeðjur þess í anda þeirra sem hafa þráast við að skapa, skrifa og varðveita þá menningu sem hefur þrátt fyrir allt sprottið upp hérlendis.

Magnús Sigurðsson opnar heftið á nokkrum umhugsunarverðum ljóðrænum athugunum. Við birtum einnig ljóð eftir tvö verðlaunaskáld vetrarins, en Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Eddu í október og Björk Þorgrímsdóttir hreppti Ljóðstaf Jóns úr Vör á dögunum. Þess utan birtum við sögu eftir Ófeig Sigurðsson og ljóð eftir Jón Kalman Stefánsson í bland við skáldskap nýrri höfunda og skálda frá fjarlægari slóðum; ljóð eftir hina kúbversku Excilia Saldaña og æskusögu úr Rúmeníu Ceaușescus eftir Florin Lăzărescu. Guðmundur Andri Thorsson teygir sig í síðustu bókina úr bókaskápnum í bili og þökkum við honum fyrir þá fróðlegu og skemmtilegu greinaröð. Um leið bjóðum við nýjan hugvekjuhöfund velkominn, en Sverrir Norland mun taka við af Auði Jónsdóttur á þeim vettvangi á þessu ári. Loks vindum við okkur í nýafstaðið bókaflóð með fjölmörgum bókaumsögnum, en það er merki um síkvikan sköpunarkraft að aldrei fyrr hafa jafn margar bækur komið út hérlendis og í fyrra.

 

Ritstjórar eru Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir.

Tengdar bækur

2.690 kr.
TMM 2. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 1. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 3. tbl. 2020
2.490 kr.
TMM 2.20
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 3. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2018
2.490 kr.
Tímarit Máls og menningar - 3. hefti 2018
2.490 kr.
TMM 2. hefti 2018
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2018
2.490 kr.

INNskráning

Nýskráning