TMM 1. hefti 2009

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 1.550 kr.
spinner

TMM 1. hefti 2009

1.550 kr.

TMM 1. hefti 2009
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 1.550 kr.
spinner

Um bókina

Í Búsáhaldabyltingunni hefur nafn Vilmundar Gylfasonar iðulega borið á góma, sem ekki er að undra því að hann var róttækur hugsuður sem setti fram skýrt mótaðar hugmyndir um nýja stjórnskipan og nýja siði í íslenskum stjórnmálum og viðskiptum – og reyndi af alefli að vinna þeim brautargengi. Hann hafði ekki erindi sem erfiði, og ýmsir þeir ósiðir sem hann vildi leggja til atlögu við héldu áfram að einkenna íslenskt valdakerfi uns það féll af innanmeinum sínum.

Á Páskadag árið 1980 flutti Vilmundur erindi í Ríkisútvarpið sem birtist hér þar sem hann rakti hugmyndir sínar um þróun íslenskra stjórnmála frá sjálfstæðisbaráttu 19. aldar og fram á sinn dag. Hann aðhylltist Miðlun Páls Briem og var eindreginn stuðningsmaður Uppkastsins 1908. Þeir sem vilja kynna sér málstað andstæðinga Uppkastsins ættu að verða sér út um skáldsögu Ármanns Jakobssonar, Vonarstræti, þar sem segir frá þeim hjónum Theódóru og Skúla Thoroddsen þegar Skúli reis gegn Uppkastinu.

Þetta eru ekki úreltar pælingar um löngu útrædd mál heldur er hér tekist á um elífðarmál smáþjóðar, og aldrei brýnni en nú á dögum þegar allt þarf að endurskoða, ekki síst sjálfsmynd þjóðarinnar sem aldrei var fáránlegri en í aðdraganda hrunsins.

Oflæti flónsins birtist ekki síst í brjálæðislegum skipulagsáformum með þeim afleiðingum að „við sitjum uppi með mikla auðn og eitthvað sem líkist rústum“ eins og Hjálmar Sveinsson orðar það í grein sinni Skipulag auðnarinnar þar sem hann rekur átakanleg dæmi um þau spjöll sem arkitektúr góðærisins vann á höfuðborgarsvæðinu. Kalla má þá stefnu sem fylgt var nokkurs konar „einkavæðingu útsýnisins“, sem vissulega var í eðlilegu framhaldi af einkavæðingu fiskimiðanna.

Silja Aðalsteinsdóttur stendur nú upp úr ritstjórastól Tímaritsins öðru sinni fyrir undirrituðum. Það er mikill heiður enda hafa bæði ritstjóraskeið Silju verið blómaskeið TMM. Ekki stendur til að bylta efnistökum og áfram verður það vettvangur fyrir umræðu um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Og því skal hátíðlega lofað að breyta ekki brotinu!

Guðmundur Andri Thorsson

Tengdar bækur

3.690 kr.
Placeholder
kr.
6.290 kr.
5.490 kr.
3.190 kr.
3.890 kr.
10.790 kr.
3.990 kr.
3.190 kr.
2.690 kr.
TMM 2. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 1. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 3. tbl. 2020
2.490 kr.
TMM 2.20
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2020
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 3. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2018
2.490 kr.
Tímarit Máls og menningar - 3. hefti 2018
2.490 kr.
TMM 2. hefti 2018
2.490 kr.

INNskráning

Nýskráning