Tímarit Máls og menningar 4. hefti 2024
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 139 | 3.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 139 | 3.290 kr. |
Um bókina
Óvænt þemu heftisins eru dauðinn og smásagan. Dauðinn prýðir forsíðuna og er leiðarstefið í viðtali Guðna Elíssonar við Hallgrím Helgason, en málverk þess síðarnefnda, Fjölskylduvinur, er kápumynd heftisins. Smásögurnar eru sex talsins auk greinar Kolbrúnar M. Hrafnsdóttur um það hvernig skáldævi-smásagan gerir bandaríska höfundinum Luciu Berlin kleift að takast á við áföll og erfiða lífsreynslu. Greininni fylgir þýðing Kolbrúnar á einni smásögu Berlin en í heftinu má einnig lesa smásögu eftir Pólska nóbelshöfundinn Olgu Tokarczuk í þýðingu Steinunnar G. Helgadóttur. Auk þeirra eiga höfundarnir Jónas Reynir Gunnarsson, Sunna Dís Másdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir og Pétur Eggerz smásögu í heftinu.
Arthúr Björgvin Bollason minnist þýska heimspekingsins Kants, sem hefði orðið 300 ára um þessar mundir og Harpa Rún Kristjánsdóttir fjallar um skáldsögur Ingibjargar Jónsdóttur. Fjórða og síðasta hugvekja Friðgeirs Einarssonar er á sínum stað og umsagnir um fjórar bækur. Snædís Björnsdóttir skrifar um Gegnumtrekk eftir Einar Lövdahl, Þorvaldur S. Helgason rýnir í smásagnasafn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snjór í Paradís, Þorgeir Tryggvason fjallar um nýútkomna skáldsögu Jóns Kalmans, Himintungl yfir heimsins ystu brún og Soffía Auður Birgisdóttir um Fagurboða, ljóðabók Þórunnar Valdimarsdóttur.
Þá má lesa einstakt úrval ljóða eftir skáldin Karólínu Rós Ólafsdóttur, Jakub Stachowiak, Þórdísi Helgadóttur, Ófeig Sigurðsson, Böðvar Guðmundsson, Svövu ƠBrien, Sigurð Ingólfsson, Einar Ólafsson og Ægi Þór Jähnke.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar