Tímarit Máls og Menningar – 3. tbl. 2023

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 112 2.890 kr.
spinner

Tímarit Máls og Menningar – 3. tbl. 2023

2.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 112 2.890 kr.
spinner

Um bókina

Alþjóðlegu áhrifin af vel heppnaðri Bókmenntahátíð vorsins sjást enn á síðum Tímaritsins en við birtum hér þýðingar á ljóðum þriggja ólíkra samtímaskálda; George Szirtes, Marjun Syderbø Kjelnæs og Kaveh Akbar, en sá síðastnefndi verður gestur á alþjóðlegu ljóðakvöldi í Mengi um miðjan september.

Álfkonan glæsilega eftir Rán Flygenring sem prýðir kápu tímaritsins kallast á við álfakvæðin tvö eftir Hjörleif Hjartarson og er hvort tveggja úr væntanlegu samstarfsverkefni þeirra um þessar dularfullu verur og flaggskip heftisins, eftir Kristínu Eiríksdóttur, er brot úr librettói sem hún semur við nýja íslenska óperu sem verður sýnd í Þjóðleikhúsinu á komandi ári. Annar frumsaminn skáldskapur er eftir nokkra af áhugaverðustu höfundum landsins um þessar mundir.

En líkt og tvíhöfða guðinn Janus beinum við sjónum okkar bæði til framtíðar og fortíðar. Við förum með Leifi Reynissyni í rannsókn á því hvernig hið undarlega máltæki „blessað stríðið“ festi sig í sessi hér á síðustu öld, Þorsteinn Helgason varpar ljósi á heimildamyndina Brauðlaust land eftir Luis Buñuel og Stephen Fairbairn leiðir okkur um fjölskyldu- og ferðasögu sem spannar aldir og fjölmargar tilviljanir. Þar með er ekki allt upp talið af fjölbreyttu efni heftisins en við vonum að þið lesendur njótið lestursins og bókahaustsins sem fram undan er.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Tímarit Máls og Menningar – 3. tbl. 2023”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

Placeholder
kr.
4.090 kr.
2.190 kr.
Verdarenglar_1500x1500
990 kr.
4.090 kr.
1.290 kr.
3.590 kr.
1.490 kr.
4.090 kr.
3.890 kr.

INNskráning

Nýskráning