Þarmar með sjarma
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 272 | 2.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 272 | 2.590 kr. |
Um bókina
Þarmar hafa sjarma!
Lykillinn að hamingjuríkara og heilbrigðara lífi býr innra með okkur. Þarmarnir eru ekki síður mikilvægir en heilinn og hjartað – samt veit fólk almennt lítið um starfsemi þeirra. Nú eru vísindamenn hins vegar að átta sig á því að það sem gerist í meltingarveginum getur skipt máli varðandi fjölmarga þætti í lífi okkar, allt frá offitu og ofnæmi til þunglyndis.
Giulia Enders, sem stundar doktorsnám í læknisfræði í Frankfurt, er óhrædd við að fara inn á svið þar sem fordómar, feimni og fliss hafa verið ráðandi. Skilaboðin eru skýr: Ef við sinnum meltingarveginum af alúð uppskerum við hamingju og vellíðan. En hvernig förum við að því? Þú kemst að því í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók sem farið hefur sigurför um heiminn.
2 umsagnir um Þarmar með sjarma
Elín Edda Pálsdóttir –
„Með ríkulegum húmor og af mikilli ástríðu útskýrir Enders allt sem lesandann langaði og langaði ekki að vita um meltinguna … bráðskemmtileg bók.“
-Publishers Weekly
Elín Edda Pálsdóttir –
„Enginn hefur skrifað jafn spennandi og skemmtilega um meltinguna.“
-Die Stern