Það sem hangir um hálsinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 296 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 296 | 3.490 kr. |
Um bókina
Rof verður þegar ólíkir menningarheimar mætast, við átök eða þegar óuppgerð fortíð lætur á sér kræla. Í tólf grípandi sögum fjallar nígeríski metsöluhöfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie af miklu tilfinninganæmi um stöðu kvenna í karlasamfélagi, sambönd foreldra og barna í síbreytilegum heimi, þjóðfélagslegan óstöðugleika í Afríku og upplifun innflytjenda í Bandaríkjunum. Þetta er heillandi sagnaheimur úr smiðju rithöfundar sem er óhræddur við að kafa djúpt í vandamál nútímans.
Chimamanda Ngozi Adichie (f. 1977) er meðal dáðustu rithöfunda samtímans. Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögurnar Hálf gul sól (2006) og Americanah (2013) og hefur vakið athygli fyrir alþjóðlega kvenréttindabaráttu. Fyrirlestur hennar, Við ættum öll að vera femínistar (2012), sló rækilega í gegn og tónlistarkonan Beyoncé notaði brot úr honum í laginu „***Flawless“. Það sem hangir um hálsinn er marglaga smásagnasafn sem gefur góða yfirsýn yfir viðfangsefni þessa áhrifaríka höfundar.