Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Þar sem skömmin skellur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 187 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 187 | 3.490 kr. |
Um bókina
Skárastaðamálið í Húnavatnssýslu er 160 ára gamalt sakamál. Ungbarn deyr voveiflega og annað barn kemur ekki í ljós hvernig sem leitað er.
Á Skárastöðum í Austurárdal hafa gerst válegir atburðir. Reglur samfélagsins eru brotnar og yfirvöld skerast í leikinn. Fleiri brot koma til kasta sýslumanns, málin gerast snúin og tímafrek í réttarkerfinu. Þungir dómar falla.
Í bókinni er skyggnst í dómabækur og fleiri samtímaskjöl, framburði vitna gerð skil og lesið í eyður. Að lokum er fylgst með sakborningum eftir að dómar eru kveðnir upp. Skárastaðamálið hefur lengi legið í þagnargildi, nú er þögnin rofin.
Höfundur bókar er Anna Dóra Antonsdóttir sagnfræðingur.