Táknið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 491 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 491 | 990 kr. |
Um bókina
Undarlegur ljóshnöttur birtist yfir Suðurskautslandinu í beinni útsendingu hjá sjónvarpskonunni Gracie Logan. Matt Sherwood, Bostonbúi með vafasama fortíð, kemst að því að ekki var allt með felldu þegar bróðir hans fórst í slysi tveimur árum áður – og skyndilega er hann kominn í ójafnan leik við harðsvíraða morðingja sem svífast einskis til að hindra hann í að komast að sannleikanum. Ljóstáknið birtist víðar og virðist tengjast gömlum presti í koptísku klaustri í Egyptalandi. Milljónir manna bíða í ofvæni eftir að merking þess skýrist og Gracie og Matt eiga í æsilegu kapphlaupi við tímann og ofurefli liðs.
Ásta Kristín Hauksdóttir þýddi.
„Hér er haglegt plott á ferð, þroskað og margbrotið … Táknið hefur allt sem metsölubók þarf til að bera … Khoury er stórkostlegur.“
The Truth about Books
„… úthugsuð bók með öflugan boðskap og um leið spennandi saga með áhugaverðum og vel gerðum persónum. Við mælum eindregið með henni.“
School Library Journal
„Sögur Khourys vekja lesandann til umhugsunar, jafnvel þótt söguþráðurinn sé æsispennandi … Þeir sem vilja spennusögur með
innihaldi munu kunna vel að meta bókina.“
Booklist