Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Tæpasta vað
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 88 | 4.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 88 | 4.890 kr. |
Um bókina
Tæpasta vað er önnur ljóðabók Jóns Hjartarsonar, leikara og rithöfundar. Hér er ort um land og líf, gjöfult og grimmt umhverfi, hversdagsleg atvik og uppgötvanir, fortíð og óvissa framtíð, fugla og fólk.
Horft er á heiminn af djúpri alvöru og umhyggju, ógnir og hörmungar nær og fjær, en um leið varpa blíðar bernskumyndir og síkvik og öflug náttúran bjarma vonar yfir sviðið í gagnorðum og hlýlegum ljóðum.
Fyrir fyrstu ljóðabók sína, Troðninga, hlaut Jón Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2021.
1 umsögn um Tæpasta vað
embla –
„Þetta er kraftmikil og flott ljóðabók, ein af þeim sem þarf að lesa aftur og aftur og skynja ávallt eitthvað nýtt í hverjum lestri.“
Steingerður Steinarsdóttir / Lifðu núna