Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Svo þú villist ekki í hverfinu hérna
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 176 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 176 | 3.390 kr. |
Um bókina
Roskinn rithöfundur þarf að horfast í augu við fortíðina þegar dularfullt ungt par kemur inn í líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar minningar, frá fyrstu skrefunum á rithöfundarbrautinni og allt aftur til erfiðrar reynslu í bernsku. Sögur lifna inni í öðrum sögum og smám saman færist lesandinn nær heildarmynd af því barni sem hann eitt sinn var, kjarna manneskjunnar.
Frakkinn Patrick Modiano (f. 1945) hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2014. Hann hefur sent frá sér fjölmargar skáldsögur þar sem tíminn og gleymskan móta líf persónanna. Modiano hefur verið kallaður „Marcel Proust vorra daga“ enda er sköpunarkraftur minnisins miðlægur í höfundarverki hans. Stíllinn er ávallt einstaklega tær og einfaldur.
Sigurður Pálsson þýddi.
4 umsagnir um Svo þú villist ekki í hverfinu hérna
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Modiano er frumleikinn holdi klæddur. Hann hefur breytt skáldsögunni í tilraunastofu til að skapa andrúmsloft … þar sem allt er gefið í skyn og ekkert verður sannað.“
The Guardian
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Treystið ekki titli þessarar skáldsögu – þið týnist í heimi hennar og ykkur mun aldrei langa að yfirgefa hann.“
Sjón
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Parísarborg er nánast eins og ein persóna sögunnar, þessa heitu haustdaga þegar sagan gerist, þannig lifnar hún á síðunum … lesandinn er hrifinn með sögumanninum þangað aftur í tímann, inn í minningarnar og leit að sannleika, á eftirminnilegan og afar snjallan hátt í frásögn sem er ekki löng en rígheldur allan tímann.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Fádæma snjöll og vel skrifuð skáldsaga um leit að liðnum tíma og óttann við hvað kunni að vera þar að finna … Modiano skapar ótrúlega heildstætt listaverk og persónulega sögu einstaklings sem tínir saman minningabrot úr lífi sínu á ferðalagi um fortíðina … Persónusköpun Modiano er ótrúlega skörp og skýr án þess að þurfa til þess langar lýsingar … Það er engu líkt að ráfa um villtur í fortíð og lífi Jean Daragane.“
Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið