Svart á hvítu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2009 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2009 | 490 kr. |
Um bókina
Svart á hvítu er kennslubók í ritun og fjallar um móðurmálið og ritun þess frá nýstárlegu sjónarhorni. Höfundur bókarinnar, Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, leitast við að opna augu lesendana fyrir því undri sem ritun texta er og að efla vitund þeirra um áhrif ritunar á menningu og daglegt líf fyrr og nú. Nálgunin er þverfagleg, hér kemur við sögu myndlist, menningarsaga, ritlist og leturgerð svo eitthvað sé nefnt. Námsefnið er ætlað nemendum frá 11 ára
aldri er ríkulega myndskreytt og fylgja bæði verkefni og umræðuefni.
Ragnheiður Gestsdóttir hefur bæði myndskreytt og skrifað fjölmargar kennslubækur sem og vinsælar barna- og unglingabækur, en fyrsta bók hennar, Ljósin lifna, kom út árið 1985. Barna- og unglingasögur hennar hafa vakið mikla athygli og fyrir Sverðberann hlaut Ragnheiður Norrænu barnabókaverðlaunin 2005.