Sumarljós og svo kemur nóttin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 197 | 2.365 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 197 | 2.365 kr. |
Um bókina
Við ætlum ekki að segja frá öllu þorpinu, förum ekki hús úr húsi, en hér verður þó örugglega sagt frá girndinni sem hnýtir saman daga og nætur, frá einmana bónda og fjögur þúsund ára gamalli múmíu. Við segjum frá hversdagslegum atburðum, en líka þeim sem eru ofvaxnir skilningi okkar; menn hverfa, draumar breyta lífi. Og að sjálfsögðu ætlum við að segja þér frá nóttinni sem hangir yfir okkur, frá dögunum sem koma og fara, frá fuglasöng og síðasta andartakinu – þetta verða áreiðanlega margar sögur.
Jón Kalman Stefánsson hefur á undanförnum árum skapað persónulegan og seiðandi sagnaheim í röð tengdra skáldsagna og smásagna. Tvö þessara verka, Sumarið bakvið brekkuna og Ýmislegt um risafurur og tímann, voru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á sínum tíma.
Jón Kalman heldur hér áfram að víkka sagnaheim sinn, nú með þessu óvenjulega safni tengdra sagna og brota. Sögusviðið er smáþorp á Vesturlandi þar sem hver íbúinn á fætur öðrum reikar ráðþrota um villugjörn öngstræti hjartans.