Sumarhús með sundlaug
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 990 kr. | |||
Kilja | 2012 | 366 | 990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 990 kr. | |||
Kilja | 2012 | 366 | 990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Þegar einn sjúklinga heimilislæknisins Marcs Schlosser lætur lífið vaknar spurningin hvort lækninum hafi orðið á mistök eða hvort hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Er skýringanna að leita í því sem átti sér stað í sumarhúsinu þar sem hann dvaldi ásamt hópi fólks? Allir hafa eitthvað að fela og engum er treystandi því þegar sjálfselska og óheilindi ráða för svíkja menn jafnvel það sem þeim er heilagast.
Herman Koch tekur hér á samfélagsmálum á hárbeittan og dramatískan hátt, enda kunna fáir betur að afhjúpa mein samfélagsins og bresti í samskiptum fólks. Sumarhús með sundlaug er tilnefnd til Librisbókmenntaverðlaunanna og Gouden Boekenuilverðlaunanna.
Ragna Sigurðardóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 10 klukkustundir og 55 mínútur að lengd. Hjörtur Jóhann Jónsson les.
4 umsagnir um Sumarhús með sundlaug
Elín Pálsdóttir –
„Koch er afhjúpandi höfundur, ekki aðeins á siði og siðgæðisbresti vestrænna samfélaga, heldur ekki síður lýsir hann upp hugarfylgsni menningar okkar og um leið skúmaskot lesandans. Þess utan er hann nöturlega fyndinn í sparlegri útmálun atvika og aðstæðna og kann að búa til spennu sem heldur lesanda á nálum. Hér er ekkert sem sýnist.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn
Elín Pálsdóttir –
„Það er eitthvað einstakt við þessa bók. Koch er hreinskilinn, slær lesandann utan undir með því einu að lýsa því sem þykir eðlileg mannleg hegðun. Þetta er samtímasaga sem tekur samfélagsmálunum, hún er spennandi og hún er fyndin og sorgleg og hún fær mann til að efast stórlega um mannskepnuna. Hverskonar dýr erum við eiginlega?“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
Elín Pálsdóttir –
„Bókin er spennandi, heldur manni við efnið og stundum gengur hún örlítið fram af manni í lýsingum á hlutum sem maður vill helst ekki hugsa um, en einhverra hluta vegna finnur maður til samkenndar með persónum bókarinnar um leið og maður fyrirlítur þá þar sem höfundi tekst að leiða mann inn í hugarheim þeirra á sannfærandi hátt.”
Sigrún Þöll / Pjattrofurnar.is
Elín Pálsdóttir –
„Æsispennandi, endurspeglar tíðarandann, drepfyndin og kemur á óvart.“
Vrij Nederland