Stúlkan frá Púertó Ríkó

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2014 292 2.890 kr.
spinner

Stúlkan frá Púertó Ríkó

2.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2014 292 2.890 kr.
spinner

Um bókina

Hún heitir Esmeralda, kölluð Negi, og er frá Púertó Ríkó. Hún býr í kofa í litlu þorpi ásamt foreldrum og sjö systkinum og kynnist ung harðri lífsbaráttu. Undir brennheitri sól horfir hún á fólkið í kringum sig og þyrstir í að skilja allt og meðtaka. Hún lærir að lifa af, hvort sem það er fátækt, fellibyljir eða heiftúðug rifrildi foreldranna. Hún lærir líka að meta uppruna sinn, njóta anganar mangótrjánnna, kryddilmsins úr eldhúsi mömmu og verða þátttakandi í ástríðufullum ljóðaáhuga pabba síns.

Skyndilega breytist allt. Negi flyst ásamt móður sinni til Bandaríkjanna. Í stórborginni New York eru önnur hljóð, annars konar lykt, aðrar reglur. Þrettán ára Púertó Ríkó stelpa þarf að fóta sig í nýrri menningu, læra nýtt tungumál – finna sjálfa sig á nýjan leik.

Tengdar bækur

Næstum fullorðin
2.590 kr.

INNskráning

Nýskráning