Stúlka, kona, annað
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 486 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 486 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.990 kr. |
Um bókina
Stúlka, kona, annað segir frá lífi og veruleika tólf ólíkra persóna – flestar þeirra eru þó þeldökkar, flestar eru breskar, flestar eru konur – sem tengjast á einhvern hátt. Miðaldra lesbískt leikskáld, uppreisnargjörn unglingsstúlka, skúringakona með háskólapróf í stærðfræði, ung glæsikona á framabraut í viðskiptalífinu, norðurensk bóndakona á tíræðisaldri, kynsegin áhrifavaldur, íhaldssöm hvít miðstéttarkona … Í gegnum sögur af baráttu, rasisma, femínisma, kynvitund, elskendum, kynlífi, feðraveldi, pólitík, velgengni og vandamálum kynnist lesandinn uppruna þeirra, fortíð og umhverfi.
Fjörleg og tímabær nútímasaga sem fékk meðal annars Booker-verðlaunin 2019 og var útnefnd skáldsaga ársins á British Book Awards sama ár, auk þess sem Evaristo var valin höfundur ársins þar.
Bernadine Evaristo hefur skrifað fjölda bókmenntaverka sem hlotið hafa mikið lof. Hún er prófessor í ritlist við Brunel University í London. Helga Soffía Einarsdóttir
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.