Stríðsbjarmar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 396 3.690 kr.

Stríðsbjarmar

3.690 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 396 3.690 kr.

Um bókina

Stríðsbjarmar er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka. Úkraínustríðið er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og hér eru sem flestar hliðar málsins fangaðar á aðgengilegan hátt.
„Það er auðvelt að sleppa stríðum lausum en erfiðara að enda þau. Og í raun lýkur þeim aldrei, ekki á meðan síðustu eftirlifendurnir draga enn andann. Stríð breytir öllu, mótar allt. Það lifir enn í hjörtum fólks löngu eftir að sprengjurnar hætta að falla. Og erfist stundum til næstu kynslóða.“Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Og hvernig er fyrir fólk að lifa við stríð? Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson stundaði nám í Úkraínu og hélt aftur þangað nokkrum mánuðum eftir að stríðið hófst til að leita svara við þessum spurningum og fleirum. Hann ferðaðist um landið þvert og endilangt, frá Lviv til vestri til Kharkiv í austri, frá Odesa í suðri til Kyiv í norðri. Loks hélt hann til vígstöðvanna í Donbas rétt eftir að gagnsóknin hófst um haustið og var stundum hætt kominn en komst heilu og höldnu heim. En stríðið hélt áfram og Valur fór aftur til Úkraínu sumarið eftir þar sem stríðsbjarmarnir loguðu enn. Stríð var orðið eðlilegt ástand og þó svo óeðlilegt um leið, venjulegt líf hélt áfram við hlið hins óhugsandi. Mitt í öllum hörmungunum mátti sjá þjóð verða til.

Stríðsbjarmar er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka. Úkraínustríðið er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og hér eru sem flestar hliðar málsins fangaðar á aðgengilegan hátt.

Valur Gunnarsson hefur starfað sem blaðamaður í rúm 20 ár og fjallað um bæði menningar- og stjórnmál. Hann lærði sagnfræði við Háskóla Íslands, Háskólann í Helsinki, Humboldt-háskóla í Berlín og Kúras-stofnunina í Kænugarði jafnt sem ritlist í Belfast og Norwich. Hann hefur áður sent frá sér sex bækur, þar á meðal Bjarmalönd sem greinir frá arfleifð Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, skáldsöguna Örninn og fálkann sem fjallar um hvað hefði gerst ef nasistar hefðu hernumið Ísland, sem og tvær bækur um „hvað ef?“ spurningar í sögunni. Valur hefur starfað fyrir fjölmarga íslenska miðla, til dæmis Ríkisútvarpið, Fréttablaðið, Stundina og Reykjavik Grapevine sem hann ritstýrði, og erlenda miðla á borð við The Guardian, Associated Press og Berliner Zeitung.

Valur hefur dvalið í Úkraínu á friðar- og stríðstímum. Stríðsbjarmar er að mestu rituð þar í landi undir ómi loftvarnaflauta.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Stríðsbjarmar”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

5.890 kr.
what if vikings had conquered the world
3.390 kr.
hvað ef
3.890 kr.
1.490 kr.4.290 kr.
Örninn og Fálkinn
990 kr.3.990 kr.
1.390 kr.4.290 kr.
1.650 kr.
4.390 kr.
Almanak Hins íslenska þjónvinafélags 2024 og árbók 2022
3.190 kr.
ugl490
3.890 kr.
2.990 kr.
3.590 kr.
2.290 kr.
4.390 kr.
3.690 kr.

INNskráning

Nýskráning