Strá í hreiðrið: bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur byggð á bréfum hennar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 2.180 kr.
spinner

Strá í hreiðrið: bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur byggð á bréfum hennar

2.180 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 2.180 kr.
spinner

Um bókina

Bókin Strá í hreiðrið er að stofni til ýmis bréf kvenréttindakonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, manns hennar Valdimars Ásmundssonar ritstjóra og barna þeirra Héðins og Laufeyjar. Sonardóttir Bríetar og nafna, Bríet Héðinsdóttir, valdi úr bréfunum og bjó þau til prentunar. Flest bréfin eru skrifuð á námsárum barna Bríetar en bókin rekur ævi hennar frá bernsku til loka.

En Strá í hreiðrið er ekki aðeins bréfabók og ævisaga. Hér er jafnframt dregin upp greinargóð og litrík mynd af sögu íslenskrar kvennahreyfingar fram yfir 1930 og mikilvæg heimild um þá merku þróun. Auk þess er bókin kjarnmikil túlkun á persónum og atburðum þessara umbrotatíma í íslensku samfélagi.

Bríet Héðinsdóttir, höfundur bókarinnar, var landskunn fyrir margháttuð störf á sviði menningar og lista. Þekktust var hún sem leikari og leikstjóri en hún samdi einnig leikgerðir nokkurra nafntogaðra skáldsagna og gat sér góðan orðstír sem frjór og skorinorður greinahöfundur í dagblöðum. Hún lést árið 1996.

Þetta er ný útgáfa bókarinnar en hún kom upphaflega út árið 1988.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning