Stormfuglar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 124 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 124 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Stormfuglar er áhrifamikil saga um örvæntingarfulla baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöfl.
Á miðjum vetri heldur síðutogarinn Máfurinn á karfaveiðar vestur undir Nýfundnalandi. Um borð eru þrjátíu og tveir menn. Þeir fylla skipið í mokveiði en í þann mund sem þeir búast til heimferðar brestur á aftakaveður; sjórinn er drápskaldur og togarinn hleður á sig ísingu í nístandi frosti og ofsaroki.
Klakabrynjan er að sliga drekkhlaðið skipið, hver brotsjórinn af öðrum ríður yfir – og þarna úti á reginhafi eru mönnum allar bjargir bannaðar. Frá miðunum í kring berast neyðarköll annarra skipa sem eins er ástatt um. Baráttan er upp á líf og dauða.
Einar Kárason treður hér nýjar slóðir í skáldskap sínum í mergjaðri og spennuþrunginni frásögn sem byggð er á sönnum atburðum.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 2 klukkustundir að lengd. Höfundur les.
11 umsagnir um Stormfuglar
Arnar Tómas –
„Að miðla þessu efni á svona meitlaðan hátt – það er afrek.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Eldar –
„Þegar menn hafa verið lengi að og skrifað hverja snilldarbókina eftir annarri þá gerist það að margir segja hann er búin með kvótann, hann hefur þetta ekki lengur, galdurinn er farinn – þetta á við tónlistarbransan líka. En Einar Kárason sýnir að skapandi fjór hugur hlær að öllu slíku hjali. Hér er bók sem minnir á hið fræga 15 cm hægri handar högg Tyson sem varð til af margra ára þrotlausri vinnu, aftur og aftur þar til það varð áreynslulaust eins og partur af andardrættinum. Þannig er þessi bók fullkomin í sínum knappa stíl (…) besta spennusaga seinustu ára sem skrifuð hefur verið hér á landi, til hamingju Einar Kárasson“
Bubbi
Eldar –
„Einar hefur löngum sýnt hversu góður sögumaður hann er og hann heldur hér þétt og vel utan um frásögnina sem rennur svo vel að margir lesendur munu ekki leggja bókina frá sér fyrr en við sögulok, svo spennandi er hún og vel mótuð.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
Eldar –
„Þetta er dramatísk hörkufrásögn sem gerist í aftakaveðri á Nýfundnalandsmiðum. Einar byggir bókina á frásögnum af Nýfundnalandsveðrinu í febrúar 1959, en þá fórst togarinn Júlí. Skipverjarnir í bók Einars eiga í ægilegri baráttu við ísingu sem hleðst utan á skipið, þurfa að skera burt björgunarbáta og henda öllu lauslegu til að halda skipinu á floti. Þetta er alvöru sjómannabók.“
Egill Helgason / Eyjan.is
Eldar –
„Þetta er æsileg frásögn úr heimi karlmanna sem sumir áttu aðeins líf á sjó og börðust hetjulega með öllum tiltækum verkfærum svefnlausir, úrvinda og úttaugaðir fyrir því að halda lífi og skipi sínu á floti – komast aftur heim.“
Óðinn Jónsson / Morgunvaktin, RÚV
Eldar –
„Sönn – ekta (…) Stormfuglar Einars Kárasonar er grípandi skáldverk, dregið snilldartaki úr söltum veruleikanum. Þessa bók eiga allir uppvaxandi Íslendingar að lesa.“
Jón Sigurðsson / Morgunblaðið (aðsend grein)
Eldar –
„Fullkomin nóvella (…) [Stormfuglar] gerði þennan lesanda í senn meyran og afar glaðan. Hann langaði til að hrópa að hún væri meistaraverk. Tíminn mun leiða í ljós hvort sú niðurstaða er rétt. Í millitíðinni mega lesendur þessarar greinar líta á hana sem húrrahróp.“
Ágúst Borgþór Sverrisson / DV
Eldar –
„Það er alltaf gaman þegar þekktir og vinsælir höfundar taka sig til og ‚róa á önnur mið‘, og þessi saga er svo sannarlega fagnaðarefni, bæði fyrir aðdáendur skáldsins og þá sem eru með henni að kynnast því í fyrsta sinn.“
Úlfhildur Dagsdóttir / Bokmenntaborgin.is
Eldar –
„Stórkostleg saga, þetta er bara spennutryllir … mögnuð bók … örugglega margir sem grípa hana á Leifstöð á leiðinni út í sumarfríð og lesa í einum rykk í flugvélinni.“
Frosti Logason / X-ið 977
Eldar –
„Þetta er stysta bók Einars Kárasonar og sú stærsta. Þetta er löngu tímabær bautasteinn frá íslenskum rithöfundi til handa íslenskum sjómönnum. Þetta er ægileg frásögn þar sem höfundur betir öllu sem hann á – þekkingu sinni, innlifun og umtalsverðri frásagnartækni – til að láta okkur skynja sjávarháskann og þau volduðu öfl sem þarna eru að verki. Úr verður mögnuð lestrarreynsla og bókin skilur eftir hjá manni það sem miklar bókmenntir gera: eitthvað inni í manni breytist.“
Guðmundur Andri Thorsson
gudnord –
„Einar Kárason gefur hvergi eftir í hádramatískri og minnisstæðri sögu um baráttu manna upp líf og dauða.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Fréttablaðið