Stórasta land í heimi: Þrautabók um Ísland
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2022 | - | 2.990 kr. |
Stórasta land í heimi: Þrautabók um Ísland
2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2022 | - | 2.990 kr. |
Um bókina
Eiginlega trúir því enginn að Íslendingar séu bara nokkur hundruð þúsund því þeir virðast vera alls staðar. Og landið er samtímis ískalt og logandi heitt, lítið og stórt … o.s.frv. Þannig er Ísland og Íslendingar – skrítinn og skemmtilegur hrærigrautur sem áhugavert væri að vita aðeins meira um. Veistu hvaðan fyrstu Íslendingarnir komu? Eða hvernig norðurljósin verða til? Veistu muninn á höfrungum og öðrum hvölum eða hversu oft Íslendingar hafa unnið titilinn „sterkasti maður heims“? Langar þig að komast að því? Þessi þrautabók er full af heilabrotum, fróðleik og skemmtun og geymir næstum því allt sem gott er og gaman að vita um þetta stórasta land í heimi!
Ari Yates er eldklár teiknari sem teiknar myndir í bækur og alls konar miðla. Honum finnst skemmtilegast að gera teikningar sem segja sögu og fræða og í myndunum hans er jafnan mikið um að vera og margt að skoða. Og það spillir ekki fyrir að myndirnar hans eru alveg sprenghlægilegar … passaðu þig bara; þú gætir sprungið!