Stína – 2. hefti 2019
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2019 | 2.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2019 | 2.390 kr. |
Um bókina
Annað hefti Stínu þessa árs, tímarits um bókmenntir og listir, er komið út. Meðal efnis eru greinar um Jóhannes Kjarval og myndir eftir hann; Kormákur Bragason gerir grein fyrir æviferli Kjarvals og Guðbergur Bergsson segir frá kynnum sínum af Kjarval þegar Guðbergur var dyra- og næturvörður á Hótel Borg á sjöunda áratugnum.
Í heftinu eru líka birt ljóð eftir Magneu Þ. Ingvarsdóttur, Jón Óskar, Kormák Bragason, Sigurbjörgu Þrastardóttur, Kristian Guttesen og Jónas Hallgrímsson. Einnig eru birtar smásögur eftir Atla Antonsson, Láru Kristínu Sturludóttur, Aðalstein Aðalsteinsson, Arnhildi Hálfdánardóttur og Stefán Gauta Úlf Stefaníuson. Aukinheldur örsögur eftir Svar Má Snorrason og Olgu Alexandersdóttur Markelova og einnig argentínska rithöfundinn Enrique Del Acebo Ibañez sem Hólmfríður Garðarsdóttir snarar.
Í lokin er bókmenntaspjall Torfa Tuliniusar um vísnakverið Til í að vera til eftir Þórarin Eldjárn og Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur.