Steingrímur Hermannsson ævisaga, II. bindi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 1999 | 1.025 kr. |
Steingrímur Hermannsson ævisaga, II. bindi
1.025 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 1999 | 1.025 kr. |
Um bókina
Í áratugi var Steingrímur Hermannsson í eldlínu stjórnmálamanna, sem þingmaður , ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Í þessari opinskáu ævisögu rekur hann eftirminnilega atburði frá stormasamri ævi og hlífir hvorki sjálfum sér néð öðrum.
Ólafur Jóhannesson, Vilmundur Gylfason, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson, Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson eru meðal þeirra sem stíga fram á sviðið á síðum bókarinnar, sem fjallar um eitt viðburðaríkasta skeið íslenskrar stjórnmálasögu.
Höfundur bókarinnar, Dagur B. Eggertsson, studdist við mikið safn heimilda sem ekki hefur verið vitnað til áður. Steingrímur veitti honum óheftan aðgang að dagbókum sínum og einkabréfum, persónulegum minnisblöðum og öðrum gögnum. Þá byggir Dagur á ítarlegum samtölum við Steingrím og samferðamenn hans.
Ævisaga Steingríms Hermannssonar er allt í senn; átakanleg örlagasaga, spennandi og skemmtileg, auk þess að vera uppfull af litríkum persónum og eftirminnilegum atvikum frá stórfróðlegri ævi.